Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 95

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 95
að aðaláfrýjandi [K] öðlist hlutdeild í þeirri fjármunamyndun, sem varð á meðan sambúð málsaðiljanna stóð. Hafa ber hér m.a. í huga, að aðaláfrýjandi hafði dóttur sína á heimilinu og að aðaláfrýjandi lagði fram fé og vinnu vegna þeirra tveggja eigna, sem að framan geinir [byggingar íbúðarhúss og sumarbústaðar]“. Þegar þetta var virt þótti bera að dæma M til að greiða K 1.000.000 krónur. I dómi meirihluta Hæstaréttar er haldið hefðbundinni stefnu og konu dæmd greiðsla fyrir vinnuframlag á sameiginlegu heimili, eða „ráðskonukaup“. í sér- atkvæði minni hluta Hæstaréttar er mörkuð ný stefna þannig að konu er dæmd hlutdeild í fjármunamyndun á sambúðartíma áþekkt og um hjón væri að ræða. Hæstaréttardómar 1981, bls. 128. M og K stofnuðu til festa haustið 1970 og hófu sambúð, en í apríl 1973 slitu þau samvistum. Þau eignuðust ýmsa hluti til heimilisins og sumarið 1972 fekk M lóð og hóf að reisa hús. Þau töldu fram til skatts hvort í sínu lagi og var hús og lóð talin til eigna M, sem lagt hafði fjármuni í það auk eigin vinnu og stofnað til skulda. K taldi húsið vera einnar og hálfrar milljónar króna virði og væri það auk annarra eigna í búinu óskipt sameign þeirra; ættu þau tilkall til eignanna að jöfnu og heimilt að gmndvalla slíka skiptingu á 90. gr. skiptalaganna. Til vara var krafa K reist á því að hún ætti rétt á endurgjaldi fyrir vinnu og framlög í þágu sameiginlegs heim- ilishalds og til eignamyndunar á sambúðartímanum. K taldi sig hafa lagt fram bæði fé og vinnu til húsbyggingarinnar, en því mótmælti M. í héraðsdómi var því hafnað að félagsbú hefði stofnazt með þeim hjónum og talið ósannað að K hefði lagt fram fé eða vinnu til byggingarframkvæmdanna. Á hinn bóginn ætti K rétt á endurgjaldi fyrir vinnuframlag í þágu M við sameiginlegt heimilishald þeirra. Þótti það hæfilega ákveðið 80.000 krónur. í dómi meiri hluta Hæstaréttar sagði að í lánsumsókn til húsnæðismálastjómar ríkisins hafi þess verið getið að þau væm í sambúð og hjú- skapur fyrirhugaður. Líkur væra til þess að K hefði innt af hendi nokkurt fé til hús- byggingarinnar og unnið eitthvað við bygginguna. Síðan sagði: „Þykir henni bera nokkur fjárgreiðsla vegna hlutdeildar sinnar í eign þessari [...]. Verður niðurstaða héraðsdóms því staðfest“.32 Minni hluti Hæstaréttar vildi staðfesta héraðsdóm með vísan til forsendna. Hér dæmir meiri hluti Hæstaréttar konu hlutdeild í eignum sem til urðu á sambúðartíma, enda líkur taldar á að hún hafi lagt fram nokkurt fé og ein- hverja vinnu til húsbyggingarinnar. Hins vegar er ekki skírskotað til endur- gjalds fyrir vinnuframlag í þágu sameiginlegs heimilis eins og gert er í héraðs- dómi og minni hluti Hæstaréttar vill staðfesta. Meiri hluta Hæstaréttar skipuðu nú auk þess dómara sem upphaflega stóð að minnihlutaatkvæðinu nýir dóm- endur. Minni hlutann sem dæma vildi „ráðskonukaup“ skipuðu tveir dómendur sem áður höfðu verið í meiri hluta. 32 Málinu var ekki gagnáfrýjað. 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.