Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 51
almennum reglum um veiðisvæði, veiðarfæri og veiðitíma. Þá er við það mið- að, að öllum fiskiskipum, sem fá leyfi til veiða í atvinnuskyni, sé úthlutað fastri aflahlutdeild í leyfilegum heildarafla. Ef talið er nauðsynlegt að takmarka veiðar á einhverjum stofni sjávardýra, skal sjávarútvegsráðherra að fengnum tillögum Hafrannsóknarstofnunar, ákveða heildaraflamark fyrir tegundina á komandi vertíð. Er aflaheimildum af hverri einstakri tegund síðan skipt milli einstakra skipa eftir nánar tilgreindum reglum. Hlutdeild hvers skips í leyfilegum heildarafla viðkomandi tegundar nefnist aflahlutdeild og helst óbreytt frá ári til árs. Árlegar veiðiheimildir hvers skips breytast því til hækkunar eða lækkunar í hlutfalli við breytingar á leyfilegu heildarmagni hverrar tegundar. Árleg veiðiheimild skips af tiltekinni tegund skips nefnist aflamark þess. Almennt veiðileyfi ásamt tilkynningu ráðuneytis til skips um aflamark þess á viðkomandi tegund á yfirstandandi vertíð eru þau skilríki, sem skip þurfa til veiða. Ekki skal hér frekar rakið í einstökum atriðum, hvemig háttað er stjóm fisk- veiða, en aðalatriðið er það, að nánast allar fiskveiðar, og þar með nýting fiski- skipa, eru háðar veiðileyfum og öðrum takmörkunum af hálfu stjómvalda sam- kvæmt lögum nr. 38/1990 og reglugerðum settum samkvæmt þeim.20 6.3 Þýðing veiðireynslu Það er atriði, sem jafnan verður að hafa í huga, þegar sett eru lög, sem tak- rnarka atvinnufrelsi eða þrengja atvinnuréttindi manna, að sem minnstri röskun sé valdið, og liður í því er að taka tillit til eldri atvinnuréttinda. Við setningu gildandi fiskveiðistjómunarlaga var tekið tillit til hefðar, þ.e. leitast var við að virða atvinnuréttindi þeirra, sem fiskveiðar höfðu stundað í at- vinnuskyni. Þau skip ein komu til greina við veitingu leyfa í atvinnuskyni, sem fengið höfðu veiðileyfi samkvæmt lögum nr. 3/1988 og ekki höfðu horfið úr rekstri. Með þessu var að vísu verulega þrengdur sá hópur manna, sem til greina kemur við úthlutun veiðileyfa í gildandi kerfi. Á móti kemur, að allir þeir, sem fullnægja áskilnaði laganna, eiga rétt á úthlutun leyfis, enda bryti önnur niður- staða væntanlega í bága við jafnræðisreglu stjómarskrár og stjómsýsluréttar. 6.4 Kaflaskil Ohætt er að segja, að við setningu laga nr. 38/1990 hafi orðið mikil kaflaskil varðandi nýtingu mikilvægustu auðlindar þjóðarinnar. Hinn fomi almenni af- notaréttur allra landsmanna í hafalmenningum var með þessu þrengdur og tak- markaður eftirleiðis við miklu minni hóp, þ.e. þá, sem höfðu veiðireynslu á til- teknu tímabili í eldra kerfi. Þessi hópur manna, sem umfram aðra hafði hagnýtt sér hafalmenningana í atvinnuskyni með fiskveiðum, öðlaðist að lögum rétt til 20 Um lýsingu á hinu nýja kerfi sjá nánar grein Skúia Magnússonar: „Um stjómskipulega eignar- réttarvemd aflaheimilda". Úlfljótur, 3. tbl. 1997, bls. 590-598. 45

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.