Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 51
almennum reglum um veiðisvæði, veiðarfæri og veiðitíma. Þá er við það mið- að, að öllum fiskiskipum, sem fá leyfi til veiða í atvinnuskyni, sé úthlutað fastri aflahlutdeild í leyfilegum heildarafla. Ef talið er nauðsynlegt að takmarka veiðar á einhverjum stofni sjávardýra, skal sjávarútvegsráðherra að fengnum tillögum Hafrannsóknarstofnunar, ákveða heildaraflamark fyrir tegundina á komandi vertíð. Er aflaheimildum af hverri einstakri tegund síðan skipt milli einstakra skipa eftir nánar tilgreindum reglum. Hlutdeild hvers skips í leyfilegum heildarafla viðkomandi tegundar nefnist aflahlutdeild og helst óbreytt frá ári til árs. Árlegar veiðiheimildir hvers skips breytast því til hækkunar eða lækkunar í hlutfalli við breytingar á leyfilegu heildarmagni hverrar tegundar. Árleg veiðiheimild skips af tiltekinni tegund skips nefnist aflamark þess. Almennt veiðileyfi ásamt tilkynningu ráðuneytis til skips um aflamark þess á viðkomandi tegund á yfirstandandi vertíð eru þau skilríki, sem skip þurfa til veiða. Ekki skal hér frekar rakið í einstökum atriðum, hvemig háttað er stjóm fisk- veiða, en aðalatriðið er það, að nánast allar fiskveiðar, og þar með nýting fiski- skipa, eru háðar veiðileyfum og öðrum takmörkunum af hálfu stjómvalda sam- kvæmt lögum nr. 38/1990 og reglugerðum settum samkvæmt þeim.20 6.3 Þýðing veiðireynslu Það er atriði, sem jafnan verður að hafa í huga, þegar sett eru lög, sem tak- rnarka atvinnufrelsi eða þrengja atvinnuréttindi manna, að sem minnstri röskun sé valdið, og liður í því er að taka tillit til eldri atvinnuréttinda. Við setningu gildandi fiskveiðistjómunarlaga var tekið tillit til hefðar, þ.e. leitast var við að virða atvinnuréttindi þeirra, sem fiskveiðar höfðu stundað í at- vinnuskyni. Þau skip ein komu til greina við veitingu leyfa í atvinnuskyni, sem fengið höfðu veiðileyfi samkvæmt lögum nr. 3/1988 og ekki höfðu horfið úr rekstri. Með þessu var að vísu verulega þrengdur sá hópur manna, sem til greina kemur við úthlutun veiðileyfa í gildandi kerfi. Á móti kemur, að allir þeir, sem fullnægja áskilnaði laganna, eiga rétt á úthlutun leyfis, enda bryti önnur niður- staða væntanlega í bága við jafnræðisreglu stjómarskrár og stjómsýsluréttar. 6.4 Kaflaskil Ohætt er að segja, að við setningu laga nr. 38/1990 hafi orðið mikil kaflaskil varðandi nýtingu mikilvægustu auðlindar þjóðarinnar. Hinn fomi almenni af- notaréttur allra landsmanna í hafalmenningum var með þessu þrengdur og tak- markaður eftirleiðis við miklu minni hóp, þ.e. þá, sem höfðu veiðireynslu á til- teknu tímabili í eldra kerfi. Þessi hópur manna, sem umfram aðra hafði hagnýtt sér hafalmenningana í atvinnuskyni með fiskveiðum, öðlaðist að lögum rétt til 20 Um lýsingu á hinu nýja kerfi sjá nánar grein Skúia Magnússonar: „Um stjómskipulega eignar- réttarvemd aflaheimilda". Úlfljótur, 3. tbl. 1997, bls. 590-598. 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.