Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 8

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 8
eða 23%. Þrír dómaranna höfðu ekkert starfað innan dómskerfisins eða 8% og einn hafði starfað bæði innan og utan dómskerfisins eða 3%. Af þeint 13 sem einhverja reynslu höfðu af störfum utan dómskerfisins störfuðu 6 við lögmennsku í eitt ár eða lengur og 7 við stjómsýslu af ýmsu tagi í eitt ár eða lengur. Þessar tölur tala sínu máli. Eðlilegt er að spyrja hvort af þessari framvindu mála hafi fengist slæm reynsla. Því verður að sjálfsögðu hver að svara fyrir sig en skoðun þess sem þetta ritar er sú að svo sé alls ekki. Jafnframt má spyrja hvort heppilegra hefði verið að menn með annars konar starfsreynslu hefðu valist til dómarastarfa. Við þeirri spumingu verður hins vegar aldrei gefið neitt viðhlítandi svar þar sem samanburðinn vantar. Þótt starfsreynsla dómara skipti vissulega máli þá verður að hafa í huga að margt fleira þarf til að koma. Dómari þarf að hafa alhliða þekkingu á lögum og lagaframkvæmd. Hann þarf að hafa skarpa rökhugsun og skýra framsetningu í töluðu og rituðu máli. Hann þarf að hafa ríka réttlætiskennd, kurteisi og velvilja. Starfsreynslan getur hjálpað hér til en hún ein skiptir ekki höfuðmáli. Þótt sú tíð sé liðin að flestir héraðsdómarar komi úr hópi dómarafulltrúa má þó ekki gleyma því að enn er til að dreifa nokkrum fyrrum dómarafulltrúum sem eru álitleg dómaraefni. Hvað ber þá framtíðin í skauti sér um dómara framtíðarinnar? Segja má að aðeins eitt sé ljóst að því leyti, en það er að dómarar framtíðarinnar munu eðlilega ekki lengur koma úr hópi dómarafulltrúa. I framsöguræðu sinni á fundi lögmanna hélt Jón Steinar Gunnlaugsson því eindregið fram að dómarar framtíðarinnar myndu koma úr hópi lögmanna og taldi að það væri æskilegt sakir reynslu lögmanna af mönnum og málefnum. Fyrir þessu færði hann ýmis rök sem vel er hægt að taka undir en nefndi tæpast aðra lögfræðinga til sögunnar. Það verður að teljast full mikil einsýni. Hafi það verið óheppilegt að dómarar til þessa hafi valist svo mjög úr einum hópi, þ.e. hópi dómarafulltrúa, sakir einhæfrar reynslu, þá myndu sömu gallar að þessu leyti fylgja dómurum sem kæmu úr lögmannahópnum. Æskilegt verður að telja að innan dómarahópsins safnist sem fjölbreyttust reynsla en það hefur ætíð verið svo að dómarar hafa miðlað hver öðrum af reynslu sinni þegar því hefur verið komið við. Hverjir aðrir lögfræðingar koma til álita sem dómaraefni en lögmenn? Ymsa má þar nefna til. Þeir lögfræðingar sem starfa hjá umboðsmanni Alþingis fást við vandamál af ýmsum toga þótt þau tengist flest stjómsýslunni í landinu. Álitum umboðsmanns svipar um margt til dóma enda fjallar hann oft á tíðum um mál sem eins mætti reka fyrir dómstólum. Og víst er að umboðsmaður þarf að hafa mikil samskipti við fólk með vandamál sem á því brenna. Þá skal bent á að úrskurðamefndum á vegum stjómsýslunnar fjölgar sífellt, nánast frá degi til dags. Þar safnast efalaust saman drjúg reynsla sem dómara gæti komið að góðu gagni. Ymis önnur störf innan stjómsýslunnar geta og verið mönnunr reynsludrjúg. 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.