Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Page 9
Þá kæmi vel til álita að koma á fót skóla eða einhverri þjálfunarleið fyrir dómaraefni en fyrirmyndir í þeim efnum má sækja t.d. til Svíþjóðar og Frakk- lands. Hverjir veljast til dómarastarfa í framtíðinni mun vafalaust fara mjög eftir því hvaða launakjör eru í boði og hver aðbúnaður dómarastéttarinnar verður að öðru leyti. Þótt dómarar geti ekki kvartað undan kjörum sínum nú í svipinn, miðað við aðra ríkisstarfsmenn, þarf ekki að líta langt til baka til annarrar og verri tíðar. Þá verður ekki framhjá áhrifum þess horft að fjárveitingavaldið herðir nú svo að hverri ríkisstofnuninni á fætur annarri að þeim liggur við and- köfum. Afleiðingar góðærisins í landinu virðast vera þær að ríkisstofnanir margar hverjar eru hengdar á horrimina og munu að öllum líkindum hanga þar, a.m.k. svo lengi sem góðærið varir. Þetta nrun að sjálfsögðu hafa sín áhrif á það hverjir veljast til starfa á vegum ríkisins. Eitt er það ákvæði dómstólalaganna sem rétt er að vekja sérstaka athygli á þegar horft er til þess hverjir verði dómarar framtíðarinnar. Samkvæmt dóm- stólalögunum eru dómarar ekki lengur skipaðir í stöðu við ákveðinn dómstól heldur ákveður Dómstólaráð hvar þeir skuli eiga fast sæti. í 4. mgr. 15. gr. dóm- stólalaganna segir að héraðsdómari eigi rétt á því að skipta um starfsvettvang svo fljótt sem verða megi eftir að hafa starfað í þrjú ár samfleytt við sama dómstól. Dómstólalögin tóku gildi 1. júlí 1998 og nú þegar hafa þrír dómarar nýtt sér þetta réttindaákvæði. Tveir þeirra fluttu sig af landsbyggðinni til Stór- Reykjavíkur svæðisins en einn þaðan til landsbyggðarinnar. Gera verður ráð fyrir því, á meðan ekki er annað vitað, að sömu tilhneigingar gæti hjá dómurum og öðrurn landsmönnum, þ.e. að vilja fremur búa og starfa á Stór-Reykjavíkur svæðinu en í öðrum hlutum landsins. Reynist það rétt þá getur farið svo að nýir dómarar verði yfirleitt að byrja feril sinn sem einyrkjar, það er að segja á dómstólum sem hafa aðeins einum dómara á að skipa. Þetta er vægast sagt óheppilegt og sýnist ekki til þess fallið að laða hina hæfustu lögfræðinga til dómarastarfa. Þótt breyting á þessu lagaákvæði til batnaðar blasi ekki við þá verður engu að síður að huga rækilega að því hvort ekki finnst einhver fær leið til þess að sníða af því vankantana. Það er hagsmunamál lands og þjóðar að dómarastéttina á hverjum tíma skipi hinir hæfustu karlar og konur. 3

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.