Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 12
3.4 Tjónsábyrgð 3.5 Bakábyrgð 3.6 Gagnábyrgð 4. ÁBYRGÐARKRAFAN 4.1 Almennt 4.2 Nánar um víðtækar ábyrgðir 4.3 Takmörkun ábyrgðar 4.3.1 Almennt 4.3.2 Takmörkun á fjárhagslegri skuldbindingu ábyrgðarmanns 4.3.3 Tímabundin ábyrgð 4.3.4 Uppsögn ábyrgðar 4.4 Aukaliðir kröfu 4.4.1 Almennt 4.4.2 Samningsbundnir aukaliðir 4.4.3 Aukaliðir vegna vanefnda 4.5 Takmarkanir á rétti ábyrgðarmanns til að hafa uppi mótbárur gagnvart kröfuhafa 4.5.1 Almennt 4.5.2 Skuldabréfamál 4.5.3 Viðskiptabréfsreglur 1. VIÐFANGSEFNIÐ Þegar stofnað er til skuldar leitast kröfuhafi einatt við að tryggja hagsmuni sína á ýmsa vegu. Til að takmarka áhættu í skiptum við skuldara er algengt að kröfuhafi geri áskilnað um veð eða persónulega ábyrgð þriðja manns til tryggingar fyrir efndum kröfu. Það síðamefnda hefur verið nefnt kröfuábyrgð og verða hér athuguð ýmis álitaefni varðandi slíka skuldbindingu. Með kröfuábyrgð (d. fordringskaution) er átt við loforð þar sem ábyrgðar- maður skuldbindur sig persónulega til að tryggja efndir kröfu á hendur aðal- skuldara.1 I slíkri skuldbindingu felst að ábyrgðarmaður ber óskipta (solidar- iska) ábyrgð með aðalskuldara. I grein í 1. hefti þessa tímarits árið 1997 voru hugtökin ábyrgð og kröfu- ábyrgð skýrð. Þar var einnig rætt um stofnun kröfuábyrgðar og reglur um ógildi slíkrar skuldbindingar. Hér verður fjallað um hvað felst í skuldbindingu ábyrgðarmanns samkvæmt kröfuábyrgð. Fyrst verður hugað að því hvaða skilmála ábyrgðarmaður verður talinn hafa gengist undir og hvaða atriði hafi áhrif við túlkun yfirlýsingar um ábyrgð (kafli 2). Síðan verður rætt um helstu tegundir ábyrgða (kafli 3) og loks um ábyrgðarkröfuna (kafli 4). Hér verður 1 Henry Ussing: Kaution, bls. 8; H. Krag Jespersen: Kaution, bls. 13-14. 6

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.