Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Page 17
efndum aðalkröfu og því getur greiðsluskylda ábyrgðarmanns fyrst orðið virk þegar aðalskuldari hefur vanefnt skuldbindingu sína. Það eitt er hins vegar nægjanlegt þegar um sjálfskuldarábyrgð er að ræða. Skiptir engu hvort vanefnd aðalskuldara verður rakin til skorts á greiðsluvilja eða greiðslugetu. Kröfuhafi þarf ekki að hafa leitað fullnustu hjá aðalskuldara og ábyrgðin fellur ekki niður þótt aðalskuldari sé gjaldfær. Þá getur ábyrgðarmaður ekki krafist þess að jafnframt því að leita fullnustu hjá honum sé leitað fullnustu hjá aðalskuldara.6 í H 1995 328 sagði svo um þetta: „Þar sem krafan var gjaldfallin, var honum [kröfuhafa] í sjálfsvald sett, hvort hann leitaði fullnustu hennar hjá aðalskuldara eða sjálfskuldarábyrgðarmönnum, einhverjum þessara eða öllum í senn“. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið verður greiðsluskylda samkvæmt sjálfskuldarábyrgð virk ef gjalddagi aðalkröfu líður án þess að skuldari efni og ástæður þess verða ekki raktar til aðstæðna eða atvika sem kröfuhafi ber ábyrgð á. Skylda aðalskuldara til að efna getur verið háð því að kröfuhafi beini til hans áskorun um efndir. I þeim tilvikum yrði greiðsluskylda samkvæmt sjálfskuldar- ábyrgð ekki virk fyrr en kröfuhafi hefur réttilega krafið aðalskuldara um greiðslu. Hér má nefna í dæmaskyni að skuldara handhafaskuldabréfs ber ekki að greiða fyrr en krafist er greiðslu enda getur hann áður hvorki vitað hverjum né hvar hann á að greiða.7 Hafi skuldari bréfsins ekki verið krafinn í samræmi við þetta getur kröfuhafi ekki gengið að sjálfskuldarábyrgðarmanni. I einstaka tilvikum kann að vera ónauðsynlegt að beina áskorun að aðalskuldara til að sjálfskuldarábyrgð verði virk svo sem þegar því er samfara veruleg fyrirhöfn eða kostnaður þar sem skuldari er fluttur af landi brott eða ef það reynist ekki unnt vegna þess að óvíst er hvar skuldari er niður kominn.8 Þetta er þó álitamál enda vafasamt hvort greiðsluskylda ábyrgðarmanns geti orðið virk áður en aðalkrafa er gjaldfallin og hefur verið vanefnd.9 Skylda aðalskuldara til að greiða getur verið háð undanfarandi uppsögn kröfuhafa. I þeim tilvikum verður hann að hafa beint uppsögn að skuldara og frestur samkvæmt henni að vera liðinn til að greiðsluskylda samkvæmt sjálf- skuldarábyrgð verði virk. Aftur á móti er ekki nauðsynlegt að beina sérstakri uppsögn að ábyrgðarmanni eða tilkynna honum um uppsögn gagnvart aðal- skuldara. Ef aðalkrafa gjaldfellur fyrir umsaminn gjalddaga vegna vanefndar aðal- skuldara verður greiðsluskylda samkvæmt sjálfskuldarábyrgð virk og getur kröfuhafi gengið að ábyrgðarmanni til fullnustu á skuldinni. A þetta getur reynt vegna tíðkanlegra ákvæða í skuldabréfum um að kröfuhafi áskilji sér heimild til að gjaldfella eftirstöðvar vegna vanefndar á greiðslu afborgunar af bréfinu. Hafi skuld fallið í gjalddaga af þessum sökum gæti kröfuhafi gengið að ábyrgð- 6 Henry Ussing: Kaution, bls. 70-72; Carsten Smith: Garantirett I, bls. 29 og 139 o.áfr., Garantirett III, bls. 246 o.áfr. og Kausjonsrett, bls. 84-87. 7 Um þetta má vísa til H 1933 491 og H 1985 1268. 8 Henry Ussing: Kaution, bls. 72-73. 9 Carsten Smith: Garantirett I, bls. 151-152. 11

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.