Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 18
armanni og verður ekki séð að kröfuhafi þurfi áður að hafa beint sérstakri aðvörun að honum. Vilji ábyrgðarmaður koma í veg fyrir að skuld verði gjald- felld þyrfti hann væntanlega að binda ábyrgð sína því skilyrði að ekki komi til gjaldfellingar án þess að honum hafi áður verið tilkynnt um vanefnd aðal- skuldara. Sama gildir ef aðalkrafan gjaldfellur vegna þess að bú aðalskuldara er tekið til gjaldþrotaskipta, sbr. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrota- skipti o.fl. Við þær aðstæður verður greiðsluskylda samkvæmt sjálfskuldar- ábyrgð virk. Hafi aðalskuldari og kröfuhafi samið um greiðslufrest nýtur ábyrgðarmaður samkvæmt sjálfskuldarábyrgð góðs af því og getur greiðsluskylda hans ekki orðið virk fyrr en að greiðslufresti liðnum. Ef skuld verður á hinn bóginn gjaldkræf fyrir upphaflega umsaminn gjalddaga er samkomulag kröfuhafa og aðalskuldara þess efnis ekki bindandi fyrir ábyrgðarmann nema hann hafi sam- þykkt það sérstaklega.10 Þótt aðalskuldari eða þriðji maður hafi sett veð til tryggingar kröfu hefur það ekki áhrif á greiðsluskyldu sjálfskuldarábyrgðarmanns. Þannig þyrfti kröfuhafi ekki að leita fullnustu í veðinu áður en hann gengur að ábyrgðarmanni nema það hafi sérstaklega verið áskilið. Abyrgðarmaður getur heldur ekki krafist þess að skuldajafnaðarréttur sé nýttur nema kröfumar séu samrættar." Greiðsluskylda aðalskuldara getur verið háð skilyrðum. Þannig getur hann haldið að sér höndum við efndir ef gagngjald er ekki innt af hendi samtímis, handveði ekki skilað eða skuldabréf áritað um afborgun, sbr. 1. gr. tilskipunar um áritun afborgana á skuldabréf frá 9. febrúar 1798. Sama á við um greiðslu- skyldu ábyrgðarmanns samkvæmt sjálfskuldarábyrgð og verður honum ekki gert að greiða nema að þessum skilyrðum fullnægðum.12 Þá getur ábyrgðar- maður einnig haft uppi sömu mótbámr við kröfuhafa og aðalskuldara eru tækar. Heimild ábyrgðarmanns til að hafa uppi mótbámr getur þó verið takmörkuð ef viðskiptabréfsreglur eiga við. Réttarfarsreglur geta einnig leitt til sömu niður- stöðu. Þannig getur hvorki aðalskuldari né ábyrgðarmaður haft uppi frekari vamir í skuldabréfamáli en leiðir af 118. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einka- mála. Þetta er nánar rætt í kafla 4.5. 3.2.2 Stofnun sjálfskuldarábyrgðar Greiðsluskylda ábyrgðarmanns verður almennt fyrr virk samkvæmt sjálf- skuldarábyrgð en öðrum tegundum kröfuábyrgða. Sjálfskuldarábyrgð er því sú tegund ábyrgðar sem er mest íþyngjandi í garð ábyrgðarmanns. Af þeim sökum verður ábyrgðarmaður almennt ekki talinn hafa gengist undir slíka ábyrgð nema 10 Henry Ussing: Kaution, bls. 73-75. 11 Henry Ussing: Kaution, bls. 75; Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 30. 12 Henry Ussing: Kaution, bls. 75-76. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.