Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 23
fengnar úr hendi aðalskuldara vegna ógjaldfæmi hans. Vanefnd aðalskuldara verður að vera unnt að rekja til greiðslugetu hans og því skiptir engu fyrir greiðsluskyldu ábyrgðarmanns þótt aðalskuldara skorti vilja til að efna skuld- bindingu sína.25 Til að greiðsluskylda ábyrgðarmanns verði virk verður kröfuhafi að sýna fram á að hann geti ekki að neinu leyti fengið fullnustu úr hendi aðalskuldara. Abyrgðarmaður verður því ekki krafinn um greiðslu ef unnt er að fá efndir hjá aðalskuldara að einhverju marki. Þeirrar fullnustu verður kröfuhafi að hafa leitað, eftir atvikum með fullnustugerðum, áður en hann gengur að ábyrgðar- manni og krefur hann um eftirstöðvar skuldarinnar. Samkvæmt þessu verður aðalskuldari að vera með öllu ógjaldfær svo að greiðsluskylda ábyrgðarmanns verði virk. Þessar kröfur um ógjaldfærni aðalskuldara eru strangari en gilda í öðru tilliti. Þannig verður bú skuldara tekið til gjaldþrotaskipta þótt skuldari geti að einhverju leyti efnt skuldbindingar sínar og sé því ekki algerlega ógjald- fær, sbr. 64. gr. og 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.26 I þeim tilvikum sem unnt er að fá fullnustu að einhverju leyti hjá aðalskuld- ara er væntanlega fullnægjandi að gert hafi verið fjámám í eignum hans svo að greiðsluskylda ábyrgðarmanns verði virk fyrir eftirstöðvum. Fáist fullnusta ekki þegar með því að taka peninga aðalskuldara fjámámi er tæplega nauðsyn- legt að efndir hafi verið fengnar með ráðstöfun annarra eigna við nauðung- arsölu. Við fjárnámið sjálft á að öllu jöfnu að liggja fyrir að hve miklu leyti kröfuhafi geti fengið fullnustu enda verður fjámámi ekki lokið án árangurs að hluta ef bent er á eign sem að nokkru gæti nægt til tryggingar nema staðreynt hafi verið með virðingu að hún nægi ekki til fullrar tryggingar, sbr. 63. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Verði hins vegar ekki ráðið af virðingu eigna við fjámám- ið að hve miklu leyti fullnusta muni fást úr hendi aðalskuldara getur greiðslu- skylda ábyrgðarmanns væntanlega ekki orðið virk fyrr en eignum hefur verið komið í verð með nauðungarsölu. Þótt greiðsluskylda ábyrgðarmanns fyrir eftirstöðvum kröfu verði að öllum líkindum virk við fjámám fyrir hluta skuldarinnar hjá aðalskuldara leikur vafi á hvort skuldbinding ábyrgðarmanns geti takmarkast endanlega í þeim mæli. Niðurstaðan virðist ekki einhlít í þeim efnum. Kjósi kröfuhafi að ganga að ábyrgðarmanni þegar í kjölfar þess að hafa gert fjárnám hjá aðalskuldara fyrir hluta kröfunnar er nærtækara að kröfuhafi gæti hagsmuna sinna sjálfur við ráðstöfun hins fjámumda og beri áhættuna ef ekki fæst sú fullnusta sem gert var ráð fyrir við fjámámið. í þeim tilvikum getur kröfuhafi tæplega gengið að ábyrgðarmanni á ný og haft uppi frekari kröfur.27 Aftur á móti kemur síður til álita að kröfuhafi geti haldið fast við kröfu um fullar eftirstöðvar úr hendi ábyrgðarmanns ef meiri fullnusta fæst úr hendi aðalskuldara við nauðungarsölu 25 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 26; Hans Verner H0jrup: Kaution, bls. 11; H. Krag Jespersen: Kaution, bls. 27; Henry Ussing: Kaution, bls. 84-85. 26 Carsten Smith: Garantirett I, bls. 174-175, Garantirett, bls. 254-255 og Kausjonsrett, bls. 88. 27 Carsten Smith: Garantirett I. bls. 177-178. 17

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.