Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 30
fyrmefnda verður greiðsluskylda ábyrgðannanns virk sem endranær við að kröfuhafi sýni fram á að efndir samkvæmt samningnum verði ekki fengnar úr hendi aðalskuldara vegna ógjaldfæmi hans. Hér gilda því almennar reglur. Þó verður að gera fyrirvara við þessa niðurstöðu ef nauðasamningur mælir fyrir um verulegan greiðslufrest en þá kemur til álita að greiðsluskylda ábyrgðarmanns verði virk án tillits til þeirrar greiðslu sem vænta má samkvæmt efni samn- ingsins. Varðandi þann hluta skuldar sem fellur niður við nauðasamning er hins vegar vafalaust að greiðsluskylda ábyrgðarmanns verður virk samtímis og samningurinn fæst staðfestur. Þá verður ekki leitað fullnustu hjá aðalskuldara að því marki en nauðasamningur fær á hinn bóginn ekki haggað rétti kröfuhafa til að krefja ábyrgðarmann um fulla greiðslu, sbr. 4. mgr. 60. gr. laga nr. 21/1991.41 3.3.3.5 Heimild aðalskuldara til greiðslustöðvunar Úrskurður um heimild aðalskuldara til greiðslustöðvunar samkvæmt 2. þætti laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. getur einn sér ekki gert greiðsluskyldu ábyrgðarmanns virka, ekki frekar en úrskurður um gjaldþrotaskipti á búi aðal- skuldara eða heimild fyrir hann til að leita nauðasamnings.42 Við þá aðstöðu yrði kröfuhafi að afla frekari gagna um ógjaldfæmi aðalskuldara og skiptir engu þótt úrræði hans í þeim efnum séu takmarkaðri en ella af þeirri ástæðu að bann er lagt við fullnustugerðum hjá skuldara þann tíma sem greiðslustöðvun stend- ur, sbr. 2. mgr. 22. gr. laganna. Þess má geta að greiðslustöðvun nýtist fyrst og fremst þeim sem ekki hafa handbæra fjármuni til greiðslu skulda eftir því sem þær falla í gjalddaga. Þá er gjarnan höfð uppi sú ráðagerð að bæta lausafjárstöðu á greiðslustöðvunartíma með því að selja eignir. Við þessa aðstöðu gætu jafnvel verið hverfandi líkur á að greiðsluskylda ábyrgðamianns verði virk sökum þess að eignir eru nægar fyrir skuldum en aðalskuldara skortir allt að einu reiðufé til greiðslu þeirra. 3.3.3.6 Önnur gögn um ógjaldfærni aðalskuldara Ýmis önnur gögn en hér hefur verið rætt um geta komið til álita við sönnun á ógjaldfæmi aðalskuldara. Hér má til dæmis nefna yfirlýsingar aðalskuldara 41 Carsten Smith: Garantirett 1, bls. 253-254. Á þetta reyndi í H 1994 262 en þar voru málsatvik þau að gefin var út bankaábyrgð vegna kaupa aðalskuldara á nýrri vél til framleiðslu sinnar. Bankinn fékk hins vegar sem tryggingu einfalda ábyrgð sveitarfélags. Bankinn varð að innleysa ábyrgð sína en þá hafði aðalskuldari fengið heimild til greiðslustöðvunar. f kjölfar hennar leitaði aðalskuldari síðan nauðasamnings við lánardrottna og fékk hann staðfestan. Bankinn krafði sveitarfélagið um þann hluta skuldarinnar sem féll niður gagnvart aðalskuldara með nauðasamningnum. I dómi Hæstaréttar sagði meðal annars að ábyrgðin hefði orðið greiðslukræf við nauðasamning þann sem staðfestur var fyrir aðalskuldara og voru kröfur bankans teknar til greina. 42 í H 1994 262 sagði meðal annars í héraðsdómi að heimild til greiðslustöðvunar yrði ekki talin fullnægjandi til að á einfalda ábyrgð reyndi. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm og vísaði meðal annars til forsendna hans en þess ber þó að geta að ekki reyndi beiniínis á þetta álitaefni í dóminum. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.