Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 32
fæmi skuldara við þessar aðstæður og samræmist sú niðurstaða því markmiði að einföld ábyrgð geti verið raunhæf trygging fyrir efndum kröfu.44 3.4 Tjónsábyrgð Kröfuábyrgð er unnt að haga þannig að ábyrgðarmaður skuldbindi sig til að bæta kröfuhafa það tjón sem hann verður fyrir í skiptum við aðalskuldara og er sú tegund ábyrgðar nefnd tjónsábyrgð (d. tabskaution). Þetta felur í sér tak- mörkun á skuldbindingu ábyrgðarmanns þar sem honum verður ekki gert að greiða meira en sem nemur sannanlegu tjóni kröfuhafa. Þessari tegund ábyrgðar svipar mjög til einfaldrar ábyrgðar.45 Svo sem áður er rakið verður greiðsluskylda ábyrgðarmanns samkvæmt ein- faldri ábyrgð ekki virk fyrr en kröfuhafi sannar að engar efndir verði fengnar úr hendi aðalskuldara vegna ógjaldfæmi hans. Almennt ætti sönnun þar að lútandi einnig að leiða í ljós það tjón sem kröfuhafi hefur orðið fyrir. Því verður að ætla að sambærilegar reglur gildi um greiðsluskyldu ábyrgðarmanns án tillits til þess hvort um er að ræða einfalda ábyrgð eða tjónsábyrgð. Þessar tegundir ábyrgðar eru þó ekki í öllum atriðum hliðstæðar og má lýsa því þannig að tjónsábyrgð sé enn minna íþyngjandi í garð ábyrgðarmanns en einföld ábyrgð.46 Astæða er til að gera nánari grein fyrir þessu. Þegar veð í eign þriðja manns stendur til tryggingar kröfu verður greiðslu- skylda samkvæmt tjónsábyrgð ekki virk fyrr en leitað hefur verið fullnustu í veðinu. Það sama á við þegar krafa er einnig tryggð með annarri ábyrgð og sú ábyrgð er ekki tjónsábyrgð. Þetta leiðir af því að endanlegt tjón kröfuhafa hefur ekki verið sannreynt fyrr en gengið hefur verið að þessum tryggingum.47 Þenn- an rétt hefur hins vegar ábyrgðarmaður ekki samkvæmt einfaldri ábyrgð nema svo hafi beinlínis verið samið. Einnig verður ekki talið koma til álita að tjóns- ábyrgð verði virk fyrr en við skiptalok ef bú aðalskuldara hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og vænta má úthlutunar upp í kröfu úr búinu.48 Þessi niður- staða er hins vegar ekki jafn vafalaus þegar ábyrgðin er einföld, svo sem rætt er í kafla 3.3.3.3. Loks verður að telja að kröfuhafi verði að sýna ábyrgðarmanni samkvæmt tjónsábyrgð hæfilegt tillit og halda kröfu sinni til haga gegn aðal- skuldara. Verði kröfuhafi fyrir frekari tjóni vegna vanrækslu í þeim efnum 44 Sjá nánar Carsten Smith í Garantirett I, bls. 193-195, en þar er fjallað um norska dómafram- kvæmd sem bendir til hins gagnstæða. Sjá einnig Henry Ussing: Kaution, bls. 87. Þess má geta að í Rómarétti gilti ekki regla Justinianusar keisara um beneficium ordinis ef aðalskuldari var búsettur utan lögsagnarumdæmis kröfuhafa en þó átti ábyrgðarmaður rétt á hæfilegum fresti málssóknar til að hafa uppi á aðalskuldara. 45 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 31; Henry Ussing: Kaution, bls. 91: Carsten Smith: Garantirett III, bls. 222-223 og Kausjonsrett, bls. 77. 46 Carsten Smith: Garantirett I, bls. 198-199. 47 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 31; Henry Ussing: Kaution, bls. 93-94; Carsten Smith: Garantirett I, bls. 206, Garantirett III, bls. 223 og Kausjonsrett, bls. 77. 48 Carsten Smith: Garantirett III, bls. 223 og Kausjonsrett, bls. 77. Niðurstaðan að þessu leyti er hins vegar ekki jafn afdráttarlaus hjá Smith í Garantirett I, bls. 204-205 og 236-237. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.