Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 36
ábyrgðin tekið til þess yfirdráttar sem þegar er fyrir hendi og þeirra skuldbind- inga sem aðalskuldari kann síðar að stofna til. Skuldbinding ábyrgðarmanns ræðst því af stöðu reikningsins á hverjum tíma miðað við færslur hans til hækk- unar eða lækkunar. Viðvarandi ábyrgð getur verið víðtækari en svo að hún sé bundin við ákveðin lögskipti kröfuhafa og aðalskuldara. Jafnvel getur verið um að ræða skuldbindingu af því tagi sem nefna má alábyrgð í þeirri merkingu að ábyrgðin taki til allra krafna viðkomandi kröfuhafa á hendur aðalskuldara. Þetta ætti við ef ábyrgð gagnvart lánastofnun næði ekki aðeins til ákveðins reiknings aðalskuldara heldur einnig allra annarra skuldbindinga hans. Hér á eftir verður hugað nánar að alábyrgðum og hvemig viðvarandi ábyrgð verður takmörkuð. Þegar ábyrgðarmaður hefur skuldbundið sig gagnvart aðalskuldara til að gangast í ábyrgð fyrir láni hans hjá tilgreindum kröfuhafa verður almennt ekki talið að ábyrgðin taki til láns sem aðalskuldari fær síðan hjá öðrum kröfuhafa.55 A þessu leikur þó vafi þegar ekki verður séð að nokkru hafi breytt að lán var tekið hjá öðrum en gert var ráð fyrir í öndverðu svo sem ef um er að ræða tvær viðurkenndar lánastofnanir og lánskjör eru ekki lakari en ábyrgðarmaður hefur gert ráð fyrir.56 A hinn bóginn gildir sú regla að krafa verður framseld með þeirri ábyrgð sem henni kann að fylgja nema annað hafi sérstaklega verið ákveðið.57 Þessar viðteknu meginreglur ganga í raun hvor á móti annarri því að með framsali getur annar en upphaflegur kröfuhafi öðlast rétt á hendur ábyrgð- armanni. Tæplega verður vikið frá þessunt reglum frekar en þegar hefur verið rætt til samræmis að þessu leyti. Því verður ábyrgðarmaður að binda skuldbind- ingu sína sérstökum skilyrðum ef hann vill koma í veg fyrir að annar en kröfuhafi geti síðar haft uppi kröfur á hendur honum fyrir framsal.58 55 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 39; Hans Verner Hojrup: Kaution, bls. 38; H. Krag Jespersen: Kaution, bls. 22; Henry Ussing: Kaution, bls. 33; Bernhard Gomard: Obligationsret, 4. del, bls. 31. 56 Á þetta reyndi í Rt 1932.194 en þar voru málsatvik þau að A hafði gefið út ábyrgðaryfirlýsingu vegna 0 til Toten Privatbank. Á grundvelli ábyrgðarinnar fékk 0 síðan lánafyrirgreiðslu hjá Toten Sparibank en hann hafði breytt yfirlýsingu A til samræmis við það. Meirihluti Hæstaréttar Noregs taldi A ekki bundinn af ábyrgðinni. Minnihlutinn taldi aftur á móti að það hefði ekki haft nein áhrif fyrir A gagnvart hvorri lánastofnuninni hann stæði sem ábyrgðarmaður. Carsten Smith hefur gagnrýnt þessa niðurstöðu og dregið fordæmisgildi dómsins í efa. Sjá Garantirett III, bls. 153-157 og Kausjonsrett, bls. 63. Undir þetta tekur Jörgen Nprgaard í Juristen 1970, bls. 438-439. Úr danskri dómaframkvæmd má nefna UfR 1964. 307. I því máli var komist að sömu niðurstöðu en þar reyndi á ábyrgð gagnvart öðrum einstaklingi en tilgreindur var í skuldbindingu ábyrgðar- manns. 57 Þorgeir Örlygsson: „Kröfuhafaskipti“, bls. 83; Henry Ussing: Kaution, bls. 98 og 248 og Obligationsretten, bls 222. 58 Þó heldur Hans Verner Hojrup því fram að ábyrgð fylgi ekki með við framsal kröfu ef ábyrgð- armaður hefur í öndverðu getað andmælt því að verða skuldbundinn gagnvart öðrum en tilgreindum kröfuhafa. Þessum rétti verði ábyrgðarmaður ekki sviptur síðar með framsali. Til stuðnings þessari niðurstöðu er vísað til þeirrar meginreglu við framsal að framsalshafi öðlist ekki meiri rétt en framseljandi átti, sbr. 27. gr. dönsku skuldabréfalaganna. Sjá Kaution, bls. 39 og 74- 75. Almennt er viðurkennt að ábyrgðarmaður hafi víðtækan rétt til að andmæla því að ábyrgð stofnist gagnvart öðrum en tilgreindum kröfuhafa svo sem þegar hefur verið rætt. Sú heimild 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.