Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 39
milljónum króna gegn fullnaðarkvittun en höfðaði mál gegn Kreditkorti hf. til endurheimtu þeirrar fjárhæðar. I dómi Hæstaréttar sagði svo: „I ljósi almennra skilmála stefnda um viðskipti með greiðslukort mátti áfrýjandi byggja á því í lögskiptum við hann, að hann léti ekki viðgangast á hennar áhættu, að G ... fengi haldið áfram viðskiptum ef hann misnotaði greiðslukort sín þannig, að farið væri svo máli skipti fram úr umsömdum mánað- arlegum úttektarheimildum, eða hann stæði ekki í skilum þegar úttektarskuldir féllu í gjalddaga. Til þess er að líta, að gjalddagi í viðskiptum G ... við stefnda vegna hvers úttektartímabils var ekki fyrr en næsta tímabilið var hálfnað, og hefði hann því getað nýtt að fullu úttektarheimild vegna síðamefnda tímabilsins áður en leitt yrði í ljós hvort greiðslufall yrði. Mátti áfrýjandi því gera ráð fyrir að umsamin ábyrgð hennar gæti náð til fjárhæðar, sem svaraði til fullrar úttektarheimildar G ... á tveimur tímabilum, án þess að stefndi hefði tilefni til að girða fyrir viðskipti hans. Þeirri staðhæfingu stefnda hefur ekki verið hnekkt, að úttektarheimild G ... hafi á þeim tíma, sem hér skipti máli, numið samtals 1.080.000 krónum á hverju tímabili. Verður því að skýra samning málsaðila þannig, að stefndi hafi mátt telja áfrýjanda ábyrga fyrir allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð, eða alls 2.160.000 krónurn". í samræmi við þetta var Kreditkorti hf. gert að endurgreiða A hluta af þeirri fjárhæð sem hún hafði greitt vegna skuldbindingar sinnar. Eins og áður sagði reyndi í málum þessum á tryggingar fyrir greiðslu skulda í öðru formi en kröfuábyrgð. Allt að einu er unnt að hafa dóma þessa til leið- sagnar um það álitaefni sem hér hefur verið rætt enda verður ekki séð að form tryggingar hafi haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. 4.3 Takmörkun ábyrgðar 4.3.1 Almennt Til að draga tir fjárhagslegri áhættu samfara kröfuábyrgð er unnt að takmarka hana á ýmsa vegu. Slíkar takmarkanir geta lotið að þeirri fjárhagslegu skuld- bindingu sem ábyrgðarmaður gengst undir þannig að hún sé önnur og þrengri en skuldbinding aðalskuldara. Einnig er unnt að takmarka ábyrgð þannig að hún taki til krafna á hendur aðalskuldara sem stofnast hafa á tilteknu tímabili. Hafi ábyrgð verið veitt vegna krafna sem kynnu síðar að stofnast á hendur aðalskuld- ara, án þess að ábyrgðinni hafi upphaflega verið markaður ákveðinn gildistími, getur ábyrgðarmaður takmarkað skuldbindingu sína til framtíðar litið með því að beina uppsögn að kröfuhafa. Astæða er til að huga nánar að þessum atriðum. 4.3.2 Takmörkun á fjárhagslegri skuldbindingu ábyrgðarmanns Ábyrgðarmaður getur á marga vegu takmarkað þá fjárhagslegu skuldbind- ingu sem hann gengst undir gagnvart kröfuhafa. í slíkum tilvikum hefur kröfu- hafi því tryggingu fyrir greiðslu svo langt sem kröfuábyrgðin nær en umfram það stendur ábyrgðin ekki til tryggingar fyrir efndum kröfunnar. Fjárhagsleg skuldbinding ábyrgðarmanns getur verið takmörkuð sem hámarksábyrgð (ábyrgð að hluta fyrir allri kröfunni - d. begrænset kaution) eða sem hluta- 33

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.