Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Page 42
á þennan veg. Virðast rök mæla með að réttur hans til úthlutunar úr búinu sé ekki takmarkaður þannig að sömu reglur gildi og eiga við um hlutaábyrgð. Að öðrum kosti hefði ábyrgðarmaður beinlínis hag af því að halda að sér höndum við að gera kröfuhafa skil þar til hann hefur fengið úthlutun úr búinu.66 Auk þess sem ábyrgðarmaður getur takmarkað skuldbindingu sína, svo sem hér hefur verið rakið, er einnig unnt að takmarka einu og sömu ábyrgðina á fleiri en einn veg. Þannig gæti ábyrgðin staðið sem trygging fyrir ákveðnu hlutfalli aðalkröfunnar en þó þannig að ábyrgðarmaður verði ekki krafinn um frekari greiðslur en sem nemur tiltekinni hámarksfjárhæð. 4.3.3 Tímabundin ábyrgð Kröfuábyrgð getur verið takmörkuð þannig að hún sé bundin við kröfur sem stofnast hafa á hendur aðalskuldara á tilteknu tímabili. Þau tímamörk sem hér reynir á eru annars vegar sá tími sem markar upphaf ábyrgðarinnar og hins vegar sá tími sem takmarkar skuldbindingu ábyrgðarmanns til framtíðar litið. Kröfuábyrgð kann að taka í senn til skuldbindinga sem eru þegar fyrir hendi og skuldbindinga sem stofnast síðar. Ef kröfuábyrgð felur einvörðungu í sér tryggingu fyrir seinni tíma kröfum kann upphafstími hennar að vera tilgreindur í yfirlýsingu ábyrgðarmanns. Að öðrum kosti verður að leggja til grundvallar að kröfuábyrgðin taki til þeirra krafna á hendur aðalskuldara sem stofnast frá því að ábyrgðarmaður verður bundinn af loforði sínu gagnvart kröfuhafa.67 Þegar liðinn er sá tími sem ábyrgð er bundin við tekur skuldbinding ábyrgð- armanns ekki til krafna sem síðar stofnast á hendur aðalskuldara. I sumum tilvikum kann að leika vafi á hvort slíkur áskilnaður ábyrgðarmanns feli í sér takmörkun gagnvart seinni tíma kröfum eða hvort skuldbinding hans falli niður við þetta tímamark þannig að ábyrgðarmaður sé með öllu laus gagnvart kröfu- hafa sem ekki hefur gert ábyrgðina gildandi. Þetta viðfangsefni er venjulega 66 Þetta má skýra nánar með dæmi þar sem miðað er við kröfu að fjárhæð 100.000 krónur með ábyrgð fyrir 60% af fjárhæð kröfunnar. Við úthlutun úr þrotabúi aðalskuldara fást 20% upp í kröfuna. Hafi engin greiðsla fengist frá ábyrgðarmanni fyrir úthlutun úr búinu nema eftirstöðvar kröfunnar 80.000 krónum og því yrði ábyrgðarmaður krafinn um 60% af þeirri fjárhæð, nánar tiltekið 48.000 krónur. Ef ábyrgðarmaður hefur á hinn bóginn staðið kröfuhafa full skil á 60.000 krónum fyrir úthlutun úr búinu ræðst fjárhagsleg niðurstaða fyrir hann af því hvemig fer með úthlutun úr búinu. Njóti ábyrgðarmaður réttar til úthlutunar kæmu 12.000 krónur til úthlutunar upp í endurkröfuna (20% af 60.000 krónum) og því næmi greiðsla úr hans hendi samtals 48.000 krónum (60.000 - 12.000). Kröfuhafi fengi hins vegar úthlutað upp í eftirstöðvar kröfunnar 8.000 krónum (20% af 40.000 krónum). Gangi réttur kröfuhafa til úthlutunar á hinn bóginn framar rétti ábyrgðarmanns kæmu 20.000 krónur til úthlutunar upp í 40.000 króna eftirstöðva kröfunnar og því fengi ábyrgðarmaður enga úthlutun upp í endurkröfu sína en þá næmi tjón hans 60.000 krónum. í UfR 1966 B. 24 telur Jorgen Grpnborg að engin rök séu til þess að gera þennan mun á réttar- stöðu ábyrgðarmanns eftir því hvort hann greiðir fyrir eða eftir úthlutun. A hinn bóginn telur Hans Viggo Godsk Pedersen mikinn vafa leika á í hvaða mæli beitt verði sömu reglum og gilda um hlutaábyrgð þegar ábyrgð er takmörkuð við ákveðið hlutfall af aðalkröfu. Sjá Kaution, bls. 34-35. 67 Henry Ussing: Kaution, bls. 44. 36

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.