Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 49

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 49
að grennslast frekar fyrir um rétt framseljanda. Af þessu leiðir að framsalshafi getur öðlast meiri rétt á hendur skuldara en framseljandi átti. Þannig getur skuldari glatað rétti til að bera fyrir sig mótbáru, sem hann gat beitt gegn fram- seljanda, ef ekki verður ráðið af bréfinu að mótbáran sé fyrir hendi og fram- salshafi er grandlaus um hana. Þó glatast ekki þær mótbárur að skuldari hafi verið ófjárráða þegar skuldabréfið var gefið út, hann hafi verið neyddur til að gefa bréfið út með líkamlegu ofbeldi eða hótun um að beita því þegar í stað, sbr. 1. mgr. 28. gr. SML, eða bréfið hafi verið falsað. Þær reglur sem hér hafa verið raktar um mótbárutap skuldara eiga einnig við um ábyrgðarmann sem er skuldbundinn samkvæmt tíðkanlegri áritun um ábyrgð á bréfið. Á það við hvort sem mótbáran beinist gegn skuldbindingu aðalskuldara eða sjálfri ábyrgðarkröfunni.82 Þegar ábyrgðarmaður hefur ekki skuldbundið sig með áritun á skuldabréf heldur gefið út sjálfstæða ábyrgðaryfirlýsingu ræðst væntanlega af efni þeirrar yfirlýsingar hvort viðskiptabréfsreglur eigi við um réttarsamband framsalshafa og ábyrgðarmanns. Ef tekið er fram í yfirlýsingu að gengist sé í ábyrgð til trygg- ingar greiðslum samkvæmt skuldabréfi mæla þarfir viðskiptalífsins með að sömu reglur eigi við um ábyrgðaryfirlýsinguna og bréfið sjálft. I þeim tilvikum verður því að gera ráð fyrir að viðskiptabréfsreglur gildi.83 Aftur á móti geta viðskiptabréfsreglur tæplega átt við ef yfirlýsing ábyrgðarmanns er ekki ótví- ræð að þessu leyti og sú niðurstaða er vafalaus ef skuldbinding ábyrgðarmanns vísar ekki til skuldabréfs heldur lögskipta að baki því. Það sama á við ef ábyrgðin er bundin skilyrðum. 82 Henry Ussing: Kaution, bls. 99. I H 1995 2630 reyndi á viðskiptabréfsreglur og kröfuábyrgð. í raálinu var krafist ógildingar á fjámámi í fasteign sem farið hafði fram hjá sjálfskuldarábyrgðarmanni á skuldabréfi. Abyrgðar- maðurinn vefengdi gildi skuldbindingarinnar en í héraðsdómi, sem staðfestur var af Hæstarétti með vísan til forsendna hans, sagði meðal annars svo: „Eins og áður greinir, er grundvöllur fjámámsins skuldabréf. Gilda því um skjalið viðskiptabréfsreglur. Skuldabréfið var framselt vamaraðila, og er hann framsalshafi skuldabréfisins. Ber því að fallast á það með vamaraðila, að ástæður og forsend- ur sóknaraðila fyrir ábyrgð hennar samkvæmt skuldabréfinu séu vamaraðila óviðkomandi". Sam- kvæmt þessu og öðru því sem greinir í dóminum var ekki fallist á kröfu ábyrgðarmannsins um ógildingu fjámámsins. 83 í Noregi er talið að viðskiptabréfsreglur gildi ekki um sjálfstæðar mótbárur ábyrgðarmanns þegar hann hefur gefið út sérstaka ábyrgðaryfirlýsingu í stað þess að árita bréfið um skuldbind- inguna. Hins vegar er vafi talinn leika á því hvort ábyrgðarmaður geti borið fyrir sig allar mótbárur aðalskuldara. Sjá nánar Carsten Smith: Garantirett III, bls. 226 og Kausjonsrett, bls. 71. Réttar- staðan á Islandi er ekki fyllilega sambærileg, meðal annars af þeim sökum að hér á landi hafa ekki verið sett lög um skuldabréf. 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.