Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Síða 51
Sigrún Agústsdóttir lauk lagaprófi frá Háskóla íslands vorið 1995 og hefur síðan staifað hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Sigrúnfékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi í maí 1999. Sigrún Ágústsdóttir: UM REYNSLULAUSN1 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR 2. NOKKUR ORÐ UM ÞRÓUN REYNSLULAUSNAR HÉR Á LANDI OG NÝJUSTU BREYTINGAR Á LAGAÁKVÆÐUM UM REYNSLU- LAUSN 3. MÁLSMEÐFERÐ 4. REGLUGERÐ UM FULLNUSTU REFSIDÓMA 4.1 Almennt 4.2 Efnisreglur 4.3 Undantekningarástæður 5. SAMANBURÐUR VIÐ SJÓNARMIÐ VIÐ ÁKVÖRÐUN REFSINGAR 1. INNGANGUR Tilefni eftirfarandi greinar er fyrst og fremst að gera grein fyrir því verklagi sem viðhaft er við veitingu reynslulausna hér á landi og þeim sjónarmiðum sem helst koma til skoðunar við mat á því hvort þær skuli veita. Hugtakið reynslulausn ber með sér að verið sé að veita fanga lausn úr afplán- un til reynslu; gefa honum ákveðið tækifæri og láta á hann reyna. Það er þó ekki síst háð innihaldi skilorðseftirlits hversu vel þessi lýsing samræmist hugtakinu. Þess má geta að hér á landi er skilorðseftirlit ávallt ákveðið samfara reynslu- 1 Grein þessi er að stofni til erindi sem höfundur flutti á námstefnu Dómstólaráðs sem haldin var á Selfossi 7. maí 1999. 45

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.