Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 52
lausn. Eins og vera ber sæta þó sumir dómþolar meira eftirliti en aðrir, allt eftir
eðli brots, ferli í fangavist o.fl.
2. NOKKUR ORÐ UM ÞRÓUN REYNSLULAUSNAR HÉR Á LANDI
OG NÝJUSTU BREYTINGAR Á LAGAÁKVÆÐUM UM
REYNSLULAUSN
Athygli vekur að flestar breytingar á lagaákvæðum er varða reynslulausn
snerta tímamörk hennar. Reynslulausn var nýmæli í almennum hegningarlögun
nr. 19/1940. Var þá heimilað að veita reynslulausn að afplánuðum 2/3 hlutum
refsitíma. Frá 1976 hefur einnig verið heimilt að veita reynslulausn að afplán-
uðum helmingi refsitíma. Náðun hafði þá verið beitt óhóflega að mati hegn-
ingarlaganefndar til að vega upp ósveigjanleika reynslulausnarákvæðanna. Er
enda eðlilegt að náðun sé aðeins beitt í sérstökum undantekningartilvikum.
Fyrst í stað var aðeins heimilt að veita reynslulausn að 8 mánuðum afplán-
uðum. Með lögum nr. 24/1976 var þessi tími styttur í 3 mánuði. Það lágmark
átti þó ekki við reynslulausn að afplánuðum helmingi refsitíma. Næst var tíma-
mörkum reynslulausnar breytt með lögum nr. 42/1985 og þau lækkuð í 2 mán-
uði. Hins vegar var á sama tíma sett inn sérstakt ákvæði um að reynslulausn
yrði ekki veitt ef eftirstöðvar refsitímans væru skemmri en 30 dagar. Tilgangur
þess ákvæðis var fyrst og fremst að takmarka gildandi ákvæði 2. mgr. 40. gr.
hegningarlaganna sem segir að reynslulausn megi veita ef sérstaklega standi á
að liðnum helmingi refsitímans. Var jafnframt vísað til sambærilegra ákvæða á
öðrum Norðurlöndum. Loks sagði að „óeðlilegt“ þætti að veita reynslulausn af
styttri dómum en 2ja mánaða refsivist. Með nýlegum lögum, nr. 24/1999, voru
þessi tímamörk afnumin. I greinargerð með lögunum er vísað til þess að með
lögum nr. 82/1998 var varðhaldsrefsing afnumin. Ekki verður nú dæmd
skemmri refsivist en 30 dagar. Segir réttilega að eftir þá breytingu sé ekki jafn-
ríkt tilefni og áður fyrir því skilyrði 3. mgr. 40. gr. að eftirstöðvar refsitíma megi
ekki vera skemmri en 30 dagar. Þá er á það bent að ákvæðið mismuni föngum
eftir tímalengd refsingar. Heimilt hafi verið að veita reynslulausn af tveggja
mánaða dómi eftir 30 daga afplánun en hins vegar enga reynslulausn af 45 daga
fangelsisdómi. Breytingin leiðir af sér að heimilt er að veita reynslulausn eftir
15 daga afplánun.
Rétt þykir að víkja jafnframt að 2. mgr. 42. gr. alm. hgl. sem var einnig breytt
með lögum nr. 24/1999. Áður var gert ráð fyrir því að dómsmálaráðherra eða
annað stjómvald gæti ákveðið að breyta skilyrðum reynslulausnar, lengja
reynslutíma og/eða tilsjónartíma eða að aðili tæki út refsingu sem eftir stendur
ef dómþoli fremdi ótvírætt brot á almennum hegningarlögum á skilorðstíman-
um. I kjölfar álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 1189/1994 hafði Fangels-
ismálastofnun ákveðið að beita ekki þessari heimild en lagði til að gerð yrði
lagabreyting. I áliti umboðsmanns kom fram að það samrýmdist ekki 2. mgr.
6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 1. gr. laga nr. 62/1994, að stjómvald
tæki ákvörðun um frelsissviptingu með þeim rökstuðningi að dómþoli hefði
46