Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 56

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 56
er sérlega gróft nema sérstakar ástæður mæli með, þ.m.t. lengd refsingar, persónulegar aðstæður og framúrskarandi hegðun í refsivist. Hvergi er skil- greint hvað telst meiriháttar fíkniefnabrot en Fangelsismálastofnun hefur farið þá leið að fella a.m.k. þau brot sem heimfærð eru undir 173. gr. a. almennra hegningarlaga undir þetta. Önnur afbrot sem fallið gætu undir 3. mgr. eru t.d. brot á XXIV. kafla almennra hegningarlaga. Samkvæmt 4. mgr. 5. gr. skal að jafnaði ekki veita fanga reynslulausn að afplánuðum helmingi refsitíma ef hann hefur áður afplánað óskilorðs- bundnar refsingar tvívegis eða oftar nema sömu undantekningarástæður og ofangreindar eigi við eða mörg ár séu liðin frá síðustu afplánun. Miðað hefur verið við að a.m.k. 5 ár líði milli afplánana. Það viðmið var valið með hliðsjón af því hvenær ítrekunaráhrif falla niður samkvæmt 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Það sem fjöldi afplánana getur gefið til kynna, óháð lengd refsitíma eða fjölda dóma, er hvort afbrot eru hluti af lífsmunstri viðkomandi eða hvort viðkomandi hefur „farið út af sporinu“ einu sinni eða tvisvar um lengri eða skemmri tíma. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. skal að jafnaði ekki veita fanga reynslulausn ef hann telst vera síbrotamaður eða honum hefur ítrekað áður verið veittar reynslulausnir og hann rofið skilyrði þeirra nema alveg sérstaklega standi á. Fangelsismálastofnun hefur ekki skilgreint nákvæmlega hvað sé síbrota- maður í þessum skilningi. Nokkuð er litið til fjölda afplánana en einnig fjölda dóma og fjölda þeirra brota sem viðkomandi er dæmdur fyrir í hvert skipti. Þá er litið til aldurs og hvort hlé hefur einhvem tíma orðið á brotastarfsemi. Þó má slá því föstu ef viðkomandi hefur 6-7 sinnum afplánað áður að hann teljist síbrotamaður. 4.3 Undantekningarástæður Þær undantekningarástæður sem nefndar eru sérstaklega í reglugerð um fullnustu refsidóma eru: lengd refsitíma, persónulegar aðstæður og framúrskar- andi hegðun í refsivist. Þeirri málsástæðu er gjaman hreyft að þrátt fyrir alvar- leika brots beri að veita reynslulausn vegna lengdar refsitíma. í slíkri túlkun fælist endurskoðun stjómvalds á mati dómara en það er ekki tilgangur reynslu- lausnar. Þetta atriði hefur verið túlkað svo að fyrst og fremst er litið til þess hvort ástæða er til að ætla að lengd refsitíma hafi sérstaklega þungbær áhrif fyrir viðkomandi fanga. Til grundvallar slíkri ályktun verða að liggja læknis- fræðileg eða sálfræðileg gögn sem til eru komin á afplánunartímanum. Persónulegar aðstæður er afar vítt hugtak. Allar félagslegar, heilsufarslegar og jafnvel fjárhagslegar ástæður geta fallið hér undir. Dæmi em einnig um að tekið sé tillit til heilsufars maka og barna. Þegar um brot er að ræða sem um er getið í 3. mgr. greinarinnar em gerðar svipaðar kröfur til heilsufarslegra og félagslegra ástæðna og gert er við náðun. Fjárhagslegar ástæður einar myndu þá 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.