Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Síða 60
fælist í því að á brotamann væri lögð sú skylda að vinna ákveðinn tímafjölda, launalaust og í frítíma sínum, að verkefnum sem kæntu þjóðfélaginu að gagni. Ennfremur var gert ráð fyrir skipun þriggja manna nefndar sem tæki ákvörðun um hvort refsivist skyldi breytt í samfélagsþjónustu en Fangelsismálastofnun skyldi annast framkvæmd og eftirlit. Frá upphafi var þannig gert ráð fyrir því að ákvörðun um samfélagsþjónustu væri stjómvaldsákvörðun, a.m.k. í tilrauna- skyni. Fmmvarp þetta varð ekki útrætt á þinginu. Það var lagt aftur fram árið 1992 en dagaði þá uppi. Samfélagsþjónustan kom aftur til umræðu á Alþingi í febrúar 1993 er fram- varp til laga um samfélagsþjónustu var lagt fram. Fram kemur í athugasemdum við lagafrumvarpið að um sé að ræða framvarp sama efnis og hið fyrra. Enn- fremur sé um tilraun að ræða og lögunum því markaður ákveðinn gildistími. Það meginatriði eldra framvarpsins að ákvörðun um samfélagsþjónustu væri stjómsýsluákvörðun um tilhögun fullnustu væri óbreytt í frumvarpinu og reyndar undirstrikað með breyttri framsetningu. Eigi var talað um „að breyta refsivistinni“ þannig við fullnustu að í stað hennar kæmi ólaunuð samfélags- þjónusta heldur lögð áhersla á að samfélagsþjónusta væri eitt af þeim úr- ræðum sem stjórnvöld hefðu við fullnustu dóms um refsivist. Frant kom hjá dómsmálaráðherra í umræðu um framvarpið að auðvitað væri álitaefni hvort dómstólar ættu að taka ákvarðanir í þessum málum svo sem tíðkast víðast annars staðar. Hér hafi það hins vegar verið lagt til að ákvarðanir yrðu í höndum stjómvalda. Að loknu tilraunatímabilinu gætu menn síðan metið það endanlega hvort það væri heppilegasta aðferðin. Framvarp þetta var samþykkt svo til óbreytt vorið 1994. Skyldu lögin öðlast gildi 1. júlí 1995 og var þeim markaður gildistími til 31. desember 1997. Undir lok tímabilsins var Fangelsismálastofn- un falið að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag samfélagsþjónustu. Lagði stofnunin til að ákvæði um samfélagsþjónustu yrðu felld inn í lög um fangelsi og fangavist. Niðurstaðan varð sú að fallist var á tillögu Fangelsismálstofnunar og öðluðust lög nr. 123/1997 um breyting á lögum um fangelsi og fangavist gildi 1. janúar 1998. Með gildistöku þessarar lagabreytingar var samfélagsþjón- usta orðin varanlegur hluti af fyrirkomulagi fullnustu refsinga hér á landi og Fangelsismálastofnun ákvörðunaraðili í stað samfélagsþjónustunefndar áður. í frumvarpi til laga um breyting á lögum um fangelsi og fangavist kom fram að ástæða væri til að þróa enn frekar þetta fyrirkomulag fullnustu og aðlaga þyrfti framkvæmd og fyrirkomulag fullnustu dóma með samfélagsþjónustu enn frekar en nú er öðrum þáttum refsifullnustunnar. Ennfremur væri eðlilegt að öll meg- inákvæði um fullnustu óskilorðsbundinna refsivistardóma væri að finna í sömu löggjöf. Það var óumdeilt meðal þeirra sem þekktu til að reynslan af samfélagsþjón- ustunni væri mjög góð og ástæða til að festa úrræðið varanlega í sessi. Skiptar skoðanir voru hins vegar um form samfélagsþjónustunnar og ákveðin félög, svo og nokkrir einstaklingar, höfðu lýst efasemdum sínum um stjórnsýsluleiðina. Var jafnvel ýjað að því að Alþingi Islendinga hefði hugsanlega með því að velja 54

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.