Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Síða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Síða 67
Hætta er á ósamræmi í notkun verði samfélagsþjónusta ákveðin af dómstólum þannig að í sumum umdæmum yrði samfélagsþjónustu etv. mikið beitt en annars staðar sjaldnar eða aldrei. Dæmi eru um að reynsla annarra þjóða sýni þetta (t.d. Finna). 4. LOKAORÐ Þegar samfélagsþjónustan var tekin upp á Islandi ákvað löggjafinn að láta reyna á stjómsýsluleiðina í stað dómstólaleiðarinnar eins og tíðkaðst í öðrum nálægum ríkjum. Til samræmis við þá leið var samfélagsþjónustan skilgreind sem eitt af þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa við fullnustu dóms um refsivist en ekki sem ein tegund viðurlaga við afbrotum. Því hefur verið haldið fram að með þessu hafi löggjafinn takmarkað valdheimildir dómstóla og að hugsanlega sé um brot gegn stjómarskránni að ræða. í 2. gr. stjórnarskrárinnar segir að Alþingi og forseti Islands fari saman með löggjafarvaldið, forseti og önnur stjómvöld samkvæmt stjómarskránni og landslögum með framkvæmdavaldið og dómendur fari með dómsvaldið. Stjómarskráin skilgreinir ekki refsingu eða í hverju hún skuli fólgin né heldur fjallar hún um það hvemig fullustu refsingar skuli háttað. Ekki verður séð að með því að skilgreina samfélagsþjónustu sem fullnustuúrræði sé verið að brjóta gegn stjómarskránni þar sem stjómarskráin eftirlætur löggjafanum skilgrein- ingu á hugtakinu refsingu og ákvörðun um fullnustuleiðir. Sú spuming stendur hins vegar eftir hvort verið sé að takmarka vald dóm- stólanna sem felst m.a. í því að ákvarða dómþola refsingu. I 60. gr. stjómar- skrárinnar segir að dómarar skeri úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. í því felst m.a. að framkvæmdavaldshafar geta ekki ákveðið hvert skuli vera verksvið dómstólanna. Verður það aðeins ákveðið og takmarkað með settum lögum að því leyti sem það er ekki þegar ákveðið í stjómarskránni. í lögum eru til að mynda dæmi um að stjómvaldshöfum sé fengið úrskurðarvald á ákveðnum sviðum og er þeim m.a. fengið vald til að taka íþyngjandi ákvarðanir. Um slíkt er ekki að ræða þegar ákvörðun um samfélagsþjónustu er tekin enda annars eðlis. Við fullnustuna jafngildir hin tildæmda óskilorðs- bundna refsing ákveðnum lögmæltum klukkustundafjölda í samfélagsþjónustu sem unnin er á ákveðnu skilorðstímabili, samfélagsþjónustutímabilinu. Það má því segja að einungis sé um takmarkanir á valdi dómstólanna að ræða ef stjómvald, þ.e. Fangelsismálastofnun í þessu tilviki, myndi íþyngja dómþola með því að þyngja refsingu þá sem honum var ákvörðuð með dómi. í reynd á hið gagnstæða sér stað. Er þá átt við að það er dómþoli sjálfur sem á frumkvæði að því að samfélagsþjónusta er tekin til athugunar, hvort sem sam- félagsþjónusta er dómstólaákvörðun eða stjómsýsluákvörðun, yrði þetta raunin. Samfélagsþjónustan er því ekki ákveðin gegn vilja dómþolans eins og refs- ingin. Jafnvel þó að litið sé á samfélagsþjónustu sem einhvers konar viðbrögð við afbrotum þá er það meginatriði að dómþolinn sjálfur upplifir samfélags- þjónustuna ekki á neikvæðan hátt eins og refsingu. Má því segja að samfélags- 61

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.