Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 11
þar sem því var lýst að 1. mgr. 76. gr. stjómarskrárinnar, sem kveður á um rétt öryrkja til aðstoðar, feli í sér ákveðin lágmarksréttindi eins og nánar verður rakið hér á eftir. Afdráttarlaus aðgreining eða flokkun réttinda á þeim grunni sem hér hefur verið lýst er langt frá því að vera glögg og æ erfiðara verður að nota þessar mælistikur. Sum réttindi standa á mörkum þessarar flokkunar og má þar til dæmis nefna atvinnufrelsi, rétt manna til að stofna og ganga í stéttarfélög og réttindi félaga til þess að ráða sínum innri málefnum án afskipta stjómvalda. Einnig má nefna að réttinn til menntunar og ýmis menningarleg réttindi er örð- ugt að staðsetja í öðmm hvorum flokknum.5 Loks er mikilvægt að hafa í huga að könnun á því hvort réttindi leggja tilteknar jákvæðar skyldur á ríkið gefur tæpast afdráttarlaus svör um það hvaða flokki réttindin tilheyra. Þrátt fyrir það megineinkenni borgaralegra og stjómmálalegra réttinda að þau verði best vemduð með því að ríki haldi að sér höndum, þá leggja þau engu að síður ótví- ræðar athafnaskyldur á ríki.6 Þess má til dæmis sjá glögg merki í nýlegum dóm- um Hæstaréttar í H 1999 390 og H 1999 2015. 3. NÝLEGIR DÓMAR ÞAR SEM REYNT HEFUR Á EFNAHAGSLEG OG FÉLAGSLEG RÉTTINDI OG ATHAFNASKYLDUR RÍKISINS Hér á eftir verða raktir í stuttu máli þrír nýlegir dómar Hæstaréttar þar sem reynt hefur á vemd réttinda samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjómarskrárinnar og athafnaskyldu ríkisins með tilvísun til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar og alþjóðlegra mannréttindasamninga. í dómi Hæstaréttar frá 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 var tekist á um breytingar, sem voru gerðar á lögum um almannatryggingar nr. 117/1993 með lögum nr. 149/1998, en með þeim var tekjutrygging örorkulífeyrisþega í hjúskap skert vegna tekna maka, sem ekki var lífeyrisþegi, með því að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna lífeyrisþega. Þetta leiddi til þess að greiðslur til öryrkja sem voru í hjúskap gátu verið skertar, í sumum til- vikum í þeim mæli að öryrki í hjúskap, sem hafði ekki aðrar tekjur en lífeyri almannatrygginga, fengi aðeins í tekjur grunnörorkulífeyri sem nam 17.715 krónum á mánuði. Taldi öryrkjabandalagið að með þessu væri brotið gegn ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar um jafnrétti og 76. gr. hennar um rétt til aðstoðar vegna örorku. í forsendum dómsins var m.a. skírskotað til athuga- semda með frumvarpi sem varð að stjskl. 97/1995, þar sem fjallað er um alþjóðasamninga á þessu sviði. Með hliðsjón af því var 1. mgr. 76. gr. stjómar- skrárinnar skýrð með vísan til 12. og 13. gr. Félagsmálasáttmála Evrópu, en fyrmefnda ákvæðið vísar til 67. gr. Alþjóðavinnumálasamþykktar um lágmark félagslegs öryggis. Einnig var í dóminum vísað til 11. og 12. gr. Alþjóðsamn- 5 Asbjörn Eide & Allan Rosas: „Economic, Social and Cultural Rights: A Universal Challenge", bls. 16. 6 Björg Thorarensen: „Einkaréttaráhrif mannréttindasáttmála Evrópu og skyldur ríkja til athafna samkvæmt sáttmálanum", bls. 108. 79

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.