Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 12
ings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Samkvæmt þessu var 76. gr. stjómarskrárinnar skýrð á þann veg að skylt sé að tryggja að lögum rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lág- marks framfærslu eftir fyrir fram gefnu skipulagi sem ákveðið sé á málefnaleg- an hátt. Samkvæmt 2. gr. stjómarskrárinnar hefði almenni löggjafinn vald urn það hvernig þessu skipulagi skyldi háttað, en slíkt skipulag yrði þó að fullnægja þeim lágmarksréttindum sem fælust í ákvæði 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þrátt fyrir svigrúm almenna löggjafans til mats á því, hvemig þessi lágmarksréttindi skyldu ákveðin, gætu dómstólar ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til þess hvort mat löggjafans á þessum lágmarksréttindum samrýmdist grundvallarregl- um stjórnarskrárinnar. Var talið að skipulag réttinda örorkulífeyrisþega sam- kvæmt almannatryggingalögum tryggði öryrkjum ekki nægilega þau lágmarks- réttindi, sem fælust í 76. gr. stjómarskrárinnar, á þann hátt að þeir fengju notið þeirra mannréttinda, sem 65. gr. hennar mælti þeim, svo sem það ákvæði yrði skilið að íslenskum rétti, sbr. 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjóm- málaleg réttindi og 9. gr. Alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi. Af þeim sökum var fallist á að óheimilt hefði verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt sem gert var í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. í dómi Hæstaréttar frá 4. febrúar 1999 (H 1999 390) var deilt um það hvort Háskóli Islands hefði gripið til nauðsynlegra ráðstafana vegna blindrar konu, sent stundaði nám við viðskipta- og hagfræðideild skólans, til þess að hún fengi sömu þjónustu og aðrir stúdentar í deildinni. Taldi konan að brotið hefði verið á rétti hennar samkvæmt lögum um málefni fatlaðra, nr. 41/1983 og 59/1992, sem lýstu því markmiði í 1. gr. að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífs- kjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnaði best. Einnig að brot- ið hefði verið gegn 2. gr. 1. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög 62/1994, sem kveður á um að engum skuli synjað um rétt til menntunar, og jafnræðisreglu 65. gr. stjómarskrárinnar. Þrátt fyrir ýmsar undanþágur sem stefnanda voru veittar við tilhögun prófa og komið hefði verið til móts við þarf- ir hennar á ýmsan hátt féllst Hæstiréttur á að ekki hefðu verið gerðar almennar ráðstafanir eða heildarstefna mótuð um námsaðstoð við hana sem hún átti rétt á að lögum. Þessi skortur á almennum fyrirmælum hefði bæði leitt til þess að ýmislegt hefði farið úrskeiðis í viðleitni skólans til að mæta þörfum hennar þannig að hún gæti sem mest staðið jafnfætis öðrum nemendum. Var talið að í þessu hefði falist ólögmæt meingerð gegn persónu áfrýjanda og frelsi hennar til menntunar og voru henni því dæmdar bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, sbr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. í dómi Hæstaréttar frá 6. maí 1999 (H 1999 2015) var fjallað um kröfu heyrnarlausrar konu og Félags heyrnarlausra um að Ríkisútvarpinu yrði gert skylt að láta túlka á táknmáli framboðsumræður í beinni útsendingu í sjónvarpi kvöldið fyrir alþingiskosningar, en þeirri beiðni hafði Ríkisútvarpað hafnað. 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.