Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 13
Byggðist krafan á því að það væri lögákveðið hlutverk Ríkisútvarpsins sam- kvæmt 15. gr. útvarpslaga nr. 68/1985 að kynna frambjóðendur og stefnumál þeirra fyrir kosningar til Alþingis. Var m.a. vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar um að allir landsmenn skyldu eiga jafnan aðgang að slíkum framboðskynningum. Hæstiréttur taldi að það væri óaðskiljanlegur þáttur kosn- ingaréttar sem vemdaður væri í III. kafla stjómarskrárinnar og í 3. gr. 1. við- auka við Mannréttindasáttmála Evrópu, sem tjallar um skyldu aðildarríkja til að halda frjálsar kosningar, að sá sem réttarins nyti hefði tækifæri til að kynna sér þau atriði sem kosið væri um. Vísað var til þess lögákveðna hlutverks Ríkisút- varpsins samkvæmt 15. gr. útvarpslaga nr. 68/1985 að það kynnti frambjóðend- ur og stefnumál þeirra fyrir kosningar til Alþingis. Bæri Ríkisútvarpinu ótvírætt að gæta jafnræðis þegar það sinnti þessu hlutverki sínu og lyti sú skylda ekki aðeins að frambjóðendunr og þeim stjórnmálaöflum sem í hlut ættu, heldur einnig að þeim sem útsendingum væri beint til. Var því fallist á að Ríkisútvarp- ið ætti að haga gerð og útsendingum framboðsumræðna þannig að þær væru einnig aðgengilegar heymarlausum, sbr. og 7. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Þótt Ríkisútvarpið hefði verulegt svigrúm við tilhögun dagskrár og útsendinga hefði það ekki fært fram nægilega gild og málefnaleg rök til að rétt- læta þá mismunun sem fólst í ákvörðun þess, en fyrir lá að tæknilega væri vel hægt að hafa þann hátt á sem krafist var. Var auk þess litið til þeirra aðstæðna að umrædd bein sjónvarpsútsending átti að fara fram daginn fyrir kjördag, ein- ungis nokkrum klukkustundum áður en kjörfundur átti að hefjast. Með vísan til þessa varð það niðurstaða Hæstaréttar að synjun Ríkisútvarpsins um að túlka framboðsumræðumar væri ólögmæt. Var því viðurkennd skylda Ríkisútvarps- ins til að láta túlka þessar umræður á táknmáli um leið og þær fæm fram. 4. UPPRUNI RÉTTINDA SEM 1. MGR. 76. GR. STJÓRNARSKRÁR- INNAR TEKUR TIL Stjómarskráin nr. 33/1944 hefur frá öndverðu tekið til nokkurra grundvallar- atriða af meiði efnahagslegra og félagslegra réttinda. Eftir breytingamar, sem voru gerðar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar með stjskl. 97/1995 er flest- um ákvæðum um þetta safnað saman í 76. gr. hennar. Þó eru þar fleiri mikilvæg ákvæði af þessum toga. Atvinnufrelsið, sem tryggt er í 1. mgr. 75. gr., er sam- ofið ýmsum efnahagslegum og félagslegum réttindum, sérstaklega 2. mgr., þar sem segir að í lögum skuli kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu. Eins má segja að réttur manna til þess að stofna stéttarfélög, sem vikið er að í 1. mgr. 74. gr. stjómarskrárinnar, tengist efna- hagslegum og félagslegum réttindum eins og áður hefur verið nefnt. í 76. gr. eru þrjár málsgreinar. I 1. mgr. segir að öllum sem þess þurfa skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. í 2. mgr. er kveðið á um að í lögum skuli 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.