Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 20
er kveðið á um að manni beri réttur til að njóta þeirra réttinda sem þar eru tal-
in. I samningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi hefjast
flest ákvæðin hins vegar á yfirlýsingu um að ríki viðurkenni rétt manna, til
dæmis til félagslegrar aðstoðar, og lýst er skyldum þeirra til að gera ráðstafan-
ir til að framfylgja réttinum. Akvæði Félagsmálasáttmála Evrópu eru sett fram
með svipuðum hætti. Þau miða við það að tiltekinn réttur sé til staðar og lýsa
honum í fyrirsögn hvers ákvæðis. Hvert ákvæði hefst síðan á því að lýsa yfir
skyldum ríkja til að tryggja viðkomandi réttindi með viðeigandi ráðstöfunum.
Þessi framsetning, þar sem gengið er út frá skyldu ríkis en ekki rétti einstak-
lings, leiðir m.a. til þess að réttindi, sem samningamir ná til, hafa ekki verið tal-
in efnisréttindi með beinum réttaráhrifum sem einstaklingar geti byggt rétt á
beint fyrir dómstólum aðildarríkja. Er þetta einnig í fullu samræmi við kenning-
ar að innanlandsrétti flestra aðildarríkja um eðli þessara réttinda sem áður hef-
ur verið lýst.18
Oðru vísi horfir við með flest borgaralegu og stjómmálalegu réttindin sem er
lýst afdráttarlaust og markvisst og eru því kölluð lagaleg réttindi eins og áður
hefur verið rakið. Dómstólar geta kveðið af eða á um hvort of langt er gengið í
takmörkunum á þeim í ákveðnu tilviki. Nálgunin að úrlausn þess hvort brotið
hafi verið gegn efnahagslegum og félagslegum réttindum manns er því úr and-
stæðri átt, þ.e. hvort sérstakar ráðstafanir ríkisins til að tryggja þau séu nægileg-
ar. Hafi ríki engar ráðstafanir gert til þess að uppfylla skuldbindingar sínar kann
málið að vera einfaldara, en slík álitaefni virðast þó sjaldgæf. Dæmi eru um að
gerður sé sérstakur fyrirvari í alþjóðasamningum um það hvemig efnahagsleg,
félagsleg og menningarleg réttindi verði tryggð. I 4. gr. Samnings Sameinuðu
þjóðanna um réttindi barnsins, þar sem fjallað er um skyldu aðildarríkja til að
gera viðeigandi ráðstafanir á sviði lciggjafar og stjómsýslu til að réttindi sem
viðurkennd eru í samningnum komi til framkvæmda, segir: „Hvað efnahagsleg,
félagsleg og menningarleg réttindi snertir skulu aðildarríki gera slíkar ráðstaf-
anir að því marki sem þau framast hafa bolmagn til“.
7.2 Skortur á alþjóðlegum úrræðum til að fylgja samningum eftir
Önnur meginástæða fyrir litlum framgangi efnahagslegra og félagslegra rétt-
inda, sem í reynd er nátengd þeirri fyrri, eru veikleikar í alþjóðlegu eftirliti með
því að þeim sé fylgt eftir. Beinum kæruleiðum hefur ekki verið komið á fyrir
einstaklinga til alþjóðlegra stofnana eða nefnda sem skera úr um hvort réttindi
samkvæmt samningunum hafa verið brotin. Öðru vísi horfir við um Mannrétt-
indasáttmála Evrópu, sem kveður á um kærurétt vegna brota til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu, og samninginn um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi, sem
hefur sérstakan valfrjálsan viðauka um kæruleiðir til nefndar sem starfar sam-
kvæmt samningnum. Að auki er einstaklingum opin kæruleið til nefnda sem
18 Martin Scheinin: „Economic and Social Rights as Legal Rights“, bls. 42.
88