Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 24
strönd fjarri heimili sínu á sumarleyfistíma væri svo víðtæks eðlis og svo óákveðin að ekki væru eðlileg tengsl á milli aðgerða, sem ríkið hefði átt að grípa til gagnvart einkaaðilum, og friðhelgi einkalífs kæranda. Af þessum sök- um vemdaði 8. gr. ekki rétt kæranda í þessu tilviki. Fyrst sáttmálinn vemdaði ekki þau efnisréttindi, sem kærandi taldi sér mismunað um að njóta, var loku fyrir það skotið að 14. gr. sáttmálans kæmi frekar til álita.24 Ljóst er að dómstóllinn getur ekki mikið lengur vikist undan því að kanna hvort mismunun um að njóta félagslegra réttinda eigi sér stað í aðildarríkjun- um. Þann 4. nóvember 2000 var samþykktur 12. viðauki við Mannréttindasátt- mála Evrópu. I 1. gr. viðaukans er nýtt efnisákvæði við sáttmálann þess efnis að réttindi sem veitt eru með lögum skuli tryggð öllum án mismununar á grund- velli kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungumáls, trúarbragða, stjómmálaskoð- ana eða annarra skoðana, þjóðernis- eða félagslegs uppruna, tengsla við þjóð- ernisminnihluta, eigna, fæðingar eða annarrar stöðu. I sérfræðinganefnd á veg- um Evrópuráðsins sem samdi texta viðaukans reyndist torsótt ná samstöðu um orðalag greinarinnar, einkum með vísan til þess að reglan væri of víðtæk og að slíkt ákvæði legði ófyrirséðar jákvæðar skyldur á aðildarríkin. Eins voru skipt- ar skoðanir um það hvort orða ætti sérstaklega hina víðtæku fyrirvara sem gilda við beitingu reglunnar og hafa þróast í meðförum mannréttindadómstólsins við beitingu 14. gr. sáttmálans. Ymsar áhugaverðar vangaveltur um þessi atriði má sjá í greinargerð með viðaukanum.25 Island hefur undirritað 12. viðauka og tekur hann gildi einu ári eftir að tíu aðildarríki hafa staðfest hann. Við gildistöku hans færist verulega út gildissvið mannréttindasáttmálans þannig að dómstóllinn tekur til efnislegrar meðferðar kærur sem varða efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi á grundvelli þess að ólögmæt mismunun hafi átt sér stað um að njóta þeirra, sbr. 1. gr. 12. viðauka. 8.2 Nýjar alþjóðlegar kæruleiðir vegna brota á samningsákvæðum Haustið 1999 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna viðauka við samning um afnám allrar mismununar gegn konum sem veitir einstaklingum kæruleið til alþjóðlegrar nefndar um hvort brot hafi átt sér stað. í þessum samn- ingi er sérstök áhersla lögð á vernd efnahagslegra og félagslegra réttinda út frá sjónarmiðum um jöfn réttindi kynjanna. Island hefur þegar undirritað viðauk- ann, en hann hefur ekki tekið gildi.26 Þegar litið er til efnis og markmiðs þessa samnings má ganga út frá því að kærur um brot á ákvæðum samningsins snúi sérstaklega að því hvort ólögmæt mismunum hafi átt sér stað milli kvenna og karla. Því mun jafnræðisreglan nýtast sem tæki til þess að ákveða hvort aðild- 24 Botta gegn Italíu, dómur 24. febrúar 1998, 35. og 39. mgr. 25 Explanatory Report to Protocol No. 12 to the Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms, 24.-28. mgr. 26 Jakob Þ. Möller: ..Valfrjáls viðauki við samning um afnám alls misréttis gagnvart konum - Ný alþjóðleg kæruleið", bls. 299. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.