Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 25
arríki hafa uppfyllt skyldur til að tryggja konum efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, sem og önnur réttindi. Loks má nefna að margoft hefur komið til umræðu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á undanförnum árum að bæta viðauka um kæruleið einstaklinga við Alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Sama umræða hefur átt sér stað varðandi samninginn um réttindi barnsins. Enn virð- ist þó nokkuð í land að alþjóðleg samstaða náist um samþykkt kæruleiða við þessa samninga. 8.3 Rýmkuð skilgreining réttinda og skyldna að einkamálarétti í skilningi 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur undanfarinn áratug smám saman vikið frá strangri túlkun um að félagsleg réttindi falli í öllum tilvikum utan gildissviðs sáttmálans. í 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu er kveðið á um rétt manns til að fá skorið úr um réttindi sín og skyldur að einkamálarétti hjá dóm- stólum og að fá þar réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Hefur hugtakið „réttindi og skyldur að einkamálarétti“ verið túlkað svo, að það geti ekki átt við um réttindi sem eru að öllu leyti af opinberum meiði. I framkvæmd dómstóls- ins þýðir þetta að krafa manns um aðgang að dómstólum til að fá úrlausn um efni slíkra réttinda nýtur ekki verndar 1. mgr. 6. gr. Af þessum ástæðum hafa Mannréttindanefnd og Mannréttindadómstóll Evrópu í áranna rás vísað frá fjölda kærumála um brot á 1. mgr. 6. gr. ef kvartað er yfir meðferð mála, þar sem fjallað er um álagningu skatta.27 Eftir sem áður njóta mál um refsiviðurlög vegna skattabrota vemdar 6. gr. eins og önnur refsimál. Framan af ríkti óvissa um það hvort ákvarðanir, sem snerta bætur almanna- trygginga og áþekkar greiðslur frá hinu opinbera, féllu undir 1. mgr. 6. gr., þar sem þær uppfylltu ekki í öllum tilvikum skilyrði um að teljast „réttindi að einkamálarétti14.28 Hefur dómstóllinn greint á milli þess, annars vegar hvort rétt- ur til bótagreiðslna eða lífeyrisgreiðslna hefur ákveðið einkaréttarlegt ívaf, til dæmis hvort tilkall til þeirra hefur stofnast vegna ráðningarsamnings, sem ger- ir ráð fyrir ákveðnu framlagi launþega og vinnuveitenda eða iðgjöldum í sjóð og hins vegar hvort réttur til slíkra greiðslna er af meiði opinbers réttar, bygg- ist til dæmis að öllu leyti á löggjöf um félagslega aðstoð. Taldi dómstóllinn að eingöngu í fyrra tilvikinu væru réttindi þessi einkaréttarlegs eðlis þannig að þau nytu verndar 1. mgr. 6. gr. I dómum í málunum Feldbrugge gegn Hollandi29 og Deumeland gegn ÞýskalandP0 rýmkaði dómstóllinn túlkun sína á hugtakinu 27 í þessu sambandi má nefna ákvörðun Mannréttindanefndar Evrópu frá 1. september 1993 í kærumálinu Ómar Kristjánsson, Guðmundur Þórðarson og Þýsk-Islenska hf. gegn Islandi (mál nr. 19087/91). 28 Eiríkur Tómasson: Réttlát málsmeðferð fyrir dómi, bls. 37. 29 Feldhrugge gegn Hollandi, dómur 29. maí 1986. 30 Deumeland gegn Þýskalandi, dómur 29. maí 1986. 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.