Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 26
með því að álykta að ákveðin einkaréttarleg einkenni bótagreiðslna úr félags- lega tryggingakerfinu nægðu til þess að færa þessi réttindi undir vemd 1. mgr. 6. gr. þótt tilkall til þeirra væri að hluta til af meiði opinbers réttar. Á árinu 1993 gekk dómstóllinn enn lengra með stefnumarkandi ákvarðanir á þessu sviði þegar hann lét í ljós að ekki skipti máli varðandi vernd 1. mgr. 6. gr. sáttmálans hvort réttur til bótagreiðslna úr sjúkratryggingakerfinu væri með einkaréttarlegu ívafi eða hvort hann væri að öllu leyti sprottinn af löggjöf á sviði opinbers réttar um félagslega aðstoð. I rnáli Salesi gegn ltalíu staðfesti dómstóllinn að kæra vegna óhæfilega langrar málsmeðferðar í dómsmáli, sem snerist um rétt kæranda til örorkubóta, félli undir gildissvið 1. mgr. 6. gr. Dóm- stóllinn taldi, þótt málið varðaði rétt til félagslegrar aðstoðar, að um ræddi ein- staklingsbundin, efnahagsleg réttindi kæranda sem veitt væru með lögum og vemduð af ítölsku stjómarskránni. Talið var að meðferð máls kæranda fyrir ítölskum dómstólum sem staðið hafði í meira en sex ár bryti gegn 1. mgr. 6. gr. sáttmálans.31 I máli Schuler-Zgraggen gegn Sviss var kvartað yfir málsmeðferð hjá stjórnsýslunefndum og dómstólum í Sviss í máli um ákvörðun sjúkrabóta. Kær- andi var kona sem missti starf sitt vegna langvarandi veikinda. Hún öðlaðist rétt til sjúkrabóta vegna missis starfs en bætur til hennar voru síðan felldar niður í kjölfar þess að hún eignaðist barn. Taldi dómstóllinn að þótt kærandinn kvart- aði yfir meðferð máls, sem snerist um einstaklingsbundin, efnahagsleg réttindi sem henni væru veitt með lögum, girti það ekki fyrir að þau féllu undir gildis- svið 1. mgr. 6. gr. Eitt kæruatriðanna í málinu var að ákvörðun svissnesks dóm- stóls um að fella niður bætur til kæranda væri reist á ólögmætum sjónarmiðum um mismunun á grundvelli kynferðis og það bryti gegn 1. mgr. 6. gr., sbr. 14. gr. sáttmálans. Hafði svissneski dómstóllinn lagt til grundvallar það mat áfrýjunarnefndar unr tryggingannál í máli kæranda að konur hættu almennt að starfa úti þegar þær eignuðust böm og það réði úrslitum um að bæturnar voru felldar niður. Taldi mannréttindadómstóllinn að beiting slrkrar líkindareglu við úrlausn málsins, án þess að kanna frekar röksemdir kæranda í málinu um hið gagnstæða, fæli í sér ólögmæta mismunun sem byggði einvörðungu á kynferði, enda lægju engin hlutlæg og eðlileg sjónarmið henni til grundvallar. Af þeirri ástæðu var talið að brotið hefði verið gegn 14. gr. og 1. mgr. 6. gr. sáttmálans.32 Af ofangreindum málum má sjá að í dómaframkvæmd Mannréttindadóm- stóls Evrópu hafa verið afmörkuð réttindi sem eru „einstaklingsbundin, efna- hagsleg og veitt með lögum“. Smám saman hefur dómstóllinn rýmkað rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sáttmálans þannig 31 Salesi gegn Italíu, dómur 26. febrúar 1993. í máli Mennitto gegn Italíu, dómur 5. október 2000, var uppi sambærilegt álitaefni, þ.e. hvort réttur föður fatlaðs manns til umönnunarbóta samkvæmt löggjöf um félagslega aðstoð teldist réttindi að einkamálarétti í skilningi 1. mgr. 6. gr. Mannréttindadómstóllinn taldi svo vera, m.a. með vísan til rökstuðnings í Salesi málinu. Ohæfilega löng meðferð málsins fyrir ítölskum dómstólum var talin brjóta gegn 1. mgr. 6. gr. 32 Schuler-Zgraggen gegn Sviss, dómur 24. júní 1993. 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.