Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 30
1988. Árið 1990 voru gerðar breytingar á almannatryggingalögum sem leiddu m.a. til þess að einn þáttur ellilífeyrisgreiðslna var tengdur við tekjur maka, þ.e. lækkaði í hlutfalli við tekjur maka yfir ákveðnu marki. Leiddi þessi lagabreyt- ing til þess að heildargreiðslur til stefnanda lækkuðu um helming. Megin úrlausnarefnið í málinu laut að því hvort löggjöf sem skerti rétt manna til greiðslna, sem þegar varð orðinn virkur, bryti gegn 97. gr. norsku stjómarskrár- innar sem kveður á um að engin lög megi setja með afturvirkum áhrifum. I dóminum var skírskotað til hins nýja ákvæðis stjómarskrárinnar, 110. gr. c., sem vísar til skuldbindinga í alþjóðlegum mannréttindasamningum. Talið var að hin umdeilda löggjöf bryti ekki gegn skuldbindingum um lágmarksréttindi, sem alþjóðlegir samningar vernda, varðandi rétt manna til lífeyrisgreiðslna. Lit- ið var til tilgangs lagasetningarinnar og þess að hún hafði aðeins áhrif á tak- markaðan hóp ellilífeyrisþega, þeirra sem þegar nutu framfærslu frá maka vegna tekna þess síðamefnda. Það var niðurstaða dómsins að væntingar stefn- anda um að ellilífeyrisgreiðslur, sem hann naut, héldust óbreyttar og þau áhrif, sem lagabreytingarnar höfðu á greiðslur til hans, leiddu ekki tii þess að umrædd skerðing bryti gegn 97. gr. Var meðal annars litið til þess að það myndi leiða til óeðlilegrar mismununar gagnvart þeim ellilífeyrisþegum sem byrjuðu að taka lífeyrisgreiðslur eftir breytingar á almannatryggingalögum. Aftur má finna ýmsar samsvaranir í þessum dómi við dóm Hæstaréttar í öryrkjamálinu. Þó er sá grundvallarmunur í niðurstöðu Hæstaréttar Noregs að hann taldi að skerðing á ellilífeyrisgreiðslum stefnanda gengi ekki svo langt að lágmarksréttindi hans á þessu sviði væru skert. 10. ÁLYKTANIR AF NÝLEGUM DÓMUM UM ÞRÓUN ÍSLENSKS RÉTTAR Með hliðsjón af nýlegum hæstaréttardómum og þróun á alþjóðlegum vett- vangi, sem lýst hefur verið að framan, má búast við að íslenskir dómstólar muni í framtíðinni í auknum mæli fást við álitaefni um það hvemig beita skuli ákvæð- um 76. gr. stjórnarskrárinnar og öðrum réttindum af sama meiði sem lagalegum efnisréttindum. Eins muni koma til kasta dómstóla fleiri álitaefni þar sem taka þarf afstöðu til athafnaskyldu stjórnvalda til að tryggja tiltekin réttindi. Miðað við það, sem á undan er rakið, er fróðlegt að reyna að draga ályktanir af nýleg- um dómum Hæstaréttar um það hvemig tekist verði á við slfk álitaefni í fram- tíðinni. 10.1 Skvlda stjórnvalda til athafna er ekki bundin við efnahagsleg og félagsleg réttindi í fyrsta lagi má vísa til þess að niðurstöður mála í H 1999 390 og H 1999 2015 staðfesta að skylda til þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til þess að tryggja réttindi er síður en svo bundin við efnahagsleg, félagsleg og menning- arleg réttindi, hin svokölluðu jákvæðu réttindi. I fyrri dóminum er því lýst að brotið hafi verið gegn frelsi stefnanda til menntunar, m.a. með vísan til ákvæða 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.