Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 32
hið gagnstæða, þ.e. hvort ríkið hafi gengið of langt í takmörkunum sínum á félagslegum réttindum. Þetta er athyglisverð nálgun til að leysa úr um hvort þessi réttindi eru brotin og dómarnir gefa tilefni til að draga ákveðnar ályktan- ir um það hvernig 76. gr. kunni að verða beitt í framtíðinni. Hér að framan hafa verið færð rök fyrir því að 1. mgr. 76. gr. tryggi sjálfstætt ákveðin lágmarksréttindi, m.a. með hliðsjón af ákvæðum alþjóðasamninga sem mæla fyrir urn „lágmark félagslegs öryggis“. Þá hlýtur að vakna spurning um það hver á að ákveða inntak þessara lágmarksréttinda. Vandinn við að finna ein- hverja ákveðna mælikvarða til að byggja á í þessurn efnum leiðir til þess að dómstólar veigra sér við að slá fram hver þessi lágmarksréttindi eru. Enn frek- ar er það fallið til að vekja grundvallarspurningar um valdmörk dómstóla og löggjafarvalds, ef dómstólar taka upp hjá sér að finna sjálfstæð viðmið um lág- marksfjárhæð bóta eða lágmark annarrar félagslegrar aðstoðar. Það er hins vegar öllu meðfærilegra úrlausnarefni frá sjónarhóli dómstóla þegar réttur til ákveðinna bóta er skyndilega skertur verulega frá því sem áður var. Þá er hægt að nálgast viðfangsefnið út frá því hvort takmörkun á rétti, sem einstaklingi var þegar veittur, hafi gengið of langt, rétt eins og dómstólar eru vanir að kljást við í tengslum við hin ýmsu borgaralegu og stjómmálalegu réttindi. Slík var aðstað- an í dómi Hæstaréttar í öryrkjamálinu frá 19. desember 2000, sem fjallaði um skerðingu á örorkubótum vegna tekjutengingar, og tilvitnuðum dómum Hæsta- réttar Noregs sem vörðuðu annars vegar skerðingu á rétti öryrkja til félagslegr- ar aðstoðar og hins vegar skerðingu á ellilífeyrisgreiðslum vegna áhrifa af tekj- um maka. I tveimur þessara tilvika var það niðurstaðan að með lagabreyting- um, sem skertu rétt manna frá því sem áður var veittur með lögum, hefði verið gengið of langt, þar sem það hefði vegið að Iágmarksréttindum þeirra. í einu tilvikinu var þó talið að skerðing bótagreiðslna með lögum bryti ekki gegn lág- marksvernd efnahagslegra og félagslegra réttinda. I dómi Hæstaréttar í öryrkjamálinu er vísað til jafnræðisreglunnar í 65. gr. stjómarskrárinnar samhliða þeirri niðurstöðu að breytingar á almannatrygg- ingalögum brytu gegn þeim lágmarksréttindum sem fælust í 76. gr. stjómar- skrárinnar. Virðist mega álykta af dóminum að öryrkjum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti vegna hjúskaparstöðu sinnar með lagasetningunni þar sem bótagreiðslur voru tengdar við tekjur maka. Ætla má að tilvísun til jafnræð- isreglunnar hafi í reynd verið ofaukið miðað við aðrar röksemdir, sem lágu nið- urstöðunni til grundvallar, og örðugt er að átta sig á því hvemig henni er beitt. Fyrst búið var að slá föstu að hin sjálfstæðu lágmarksréttindi 76. gr. hefðu ver- ið skert, þurfti þá að skera úr um hver voru áhrif jafnræðisreglunnar? Þess má geta að í sambærilegum norskum málum um félagsleg réttindi var ekkert vikið að áhrifum jafnræðisreglu eða því haldið fram að mismunun hefði átt sér stað. Omarkviss beiting jafnræðisreglunnar í dómi Hæstaréttar í öryrkjamálinu leiddi eins og kunnugt er til verulegra deilna um hvort tenging bótagreiðslna úr almannatryggingakerfinu við tekjur maka bótaþega fæli í sér brot á 65. gr. Sú óvissa, sem spratt af tilvísun til jafnræðisreglunnar í dórni Hæstaréttar í öryrkja- 100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.