Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 45
Ef yfirleitt er fallist á að til séu einliver lífsgæði standa veigamikil rök til þess að menn geti því aðeins notið þeirra í samfélagi við aðra menn að athafnir þeirra lúti reglum. Aðeins með reglum er hægt að samhæfa háttsemi manna þannig að hagsmunir eins rekist ekki á við hagsmuni annars. Þannig er til dæmis augljóst að án einhvers konar umferðarreglna mun slysum og dauðsföllum fjölga til muna. Einnig mun akstur ökutækja verða erfiðari og þar með raunverulegt athafnafrelsi manna minnka. Ef við teljum að lífið sé verðmætt og einnig sé það þess virði að geta komist fljótt og örugglega leiðar sinnar hljótum við því að telja betra að umferðin lúti reglum. Ef engar slíkar reglur eru til í samfélaginu er æskilegt að þeim sé hægt að koma á með einhverjum hætti. Með öðrum orðum er æskilegt að til staðar sé einhver stofnun sem fer með vald til þess að setja regl- ur. Af því leiðir einnig að rétt er að virða þær reglur sem stafa frá slíkri stofnun. Að þessu virtu er ekki aðeins gott að til séu reglur heldur einnig tryggingar fyrir því að allir fari eftir þeim; einnig þeir sem kann að skorta skilning á gildi reglnanna eða viljastyrk til að breyta í samræmi við þær. Af þessu leiðir að æski- legt er að þessar reglur séu bundnar viðurlögum til þess að knýja á um að allir fari eftir þeim. Af þessu leiðir einnig að fyrir hendi verða að vera aðilar sem fylgjast með því að eftir reglunum sé farið og beiti viðurlögunum ef ástæða er til. Með þessu eru í raun réttri færð rök að lögum, lagasetningarvaldi og opin- berri stjómsýslu í sinni einföldustu mynd. Eftir því sem lögin verða flóknari fyr- ir atbeina virks lagasetningarvalds, þau taka til fleiri sviða og ríkisvaldið tekur að sér fleiri verkefni, þeim mun viðameira og flóknara verður hlutverk stjórn- sýslunnar. 3.2 Réttarríkið Ef almennt er fallist á að lög séu æskileg, jafnvel nauðsynleg fyrir líf manna í samfélagi með vísan til þess gagns eða gildis sem þau hafa, er ljóst að lögin þurfa að fullnægja ákveðnum formlegum skilyrðum. Með öðrum orðum þurfa lögin í öllum tilvikum að vera þannig úr garði gerð að þau geti þjónað þeim frumtilgangi sínunt að hafa áhrif á háttsemi þeirra sem þeim er beint til. Lög, sem enginn þekkir, enginn skilur og enginn getur framkvæmt fullnægja ekki þessum kröfum. Með hugmyndinni um réttarríki (e. rule of law, f. l’état de droit, þ. rechtsstaat) eru sett fram nauðsynleg skilyrði þess að lögin nái framangreindum frumtilgangi sínunr. Réttarríkishugmyndin hvílir ótvírætt á því meginsjónarmiði að lögin séu æskileg því ástæðulaust væri að búa lögin svo úr garði að þau væru sem áhrifa- mest á háttsemi fólks ef þau áhrif væru skaðleg eða óæskileg. Réttarríki lýtur hins vegar að meginstefnu ekki að því hvers efnis lögin eigi að vera heldur mælir fyrir um að lög skuli hafa ákveðna formlega eiginleika, svo sem að vera nokkru rita hans. Efnislegar fullyrðingar á þessa leið má þó finna í meginriti heilags Tómasar, Summa Theologica, spumingu 96, fjórðu grein. þar sem heilagur Tómas vitnar til heilags Ágúst- ínusar. 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.