Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 52
svo sem reglur sem mæla fyrir um viðurlög, fjárhæðir og fresti, eru óráðnar að
þessu leyti.
Samkvæmt framangreindu geta valdheimildir stjómvalda verið óráðnar með
tilliti til þess hvort taka eigi ákvörðun og hvers efnis ákvörðun á að vera. Þannig
getur regla mælt fyrir um lítið annað en að stjórnvald skuli grípa til viðeigandi
ráðstafana ef nægar ástæður eru til. Þegar valdheimildir stjórnvalda eru reistar á
réttarreglum sem eru óráðnar má segja að stjómvöld eigi mat eða frjálst mat.
Mörkin milli matskenndra réttarreglna og annarra reglna eru samkvæmt þessu
engan veginn skýr. Færa rná rök að því að allar réttarreglur séu óráðnar og mat-
skenndar að einhverju leyti þótt sumar séu augljóslega mun óráðnari og þar með
matskenndari en aðrar. Þegar rætt er um matskenndar reglur á sviði stjómsýslu-
réttar er hins vegar yfirleitt átt við reglur sem leysa aðeins að litlu leyti úr því
hvort stjómvald eigi að taka ákvörðun og/eða hvers efnis hún á að vera. Þess í
stað vísa þær til einhverra viðmiða eða gilda, sem leiða í fæstum tilvikum til
einnar ákveðinnar niðurstöðu, til dæmis til þess sem er gott, eðlilegt, viðeigandi,
í samræmi við þarfir einhvers, tiltekin markmið, alvarlegt svo nokkur dæmi séu
tekin. Eftir því sem regla hefur að geyma fleiri og nákvæmari viðmið er óræðni
hennar minnkuð og svigrúm stjómvalds til mats takmarkað. Um mat stjómvalda
samkvæmt óræðum reglum verður nánar fjallað hér á eftir í tengslum við mál-
efnaleg sjónarmið. Aður verður vikið að því hvort ávallt sé æskilegt að haga
valdheimildum stjómvalda á þá leið að þær gefi svigrúm til sem minnst mats.
4.3 Eiga valdheimildir stjórnvalda að vera fortakslausar?
Ef réttarríkishugmyndin er lögð til grundvallar virðist augsýnt að haga beri
lögum þannig að þau gefi stjórnvöldum sem minnst svigrúm til mats. Sam-
kvæmt þessu ættu lögin að minnsta kosti að vera eins fortakslaus og framast er
unnt, jafnvel þótt þau geti aldrei kveðið á um hvert einasta tilvik sem upp kann
að konta með tæmandi hætti.
4.3.1 Kostir reglna og reglufestu
Reglur hafa ýmsa kosti eins og þegar hefur verið fjallað um hér að framan í
tengslum við almenna réttlætingu laganna. Sérstaklega var bent á þá samhæf-
ingu í samfélaginu sem hlýst af reglum og tryggir eftir föngunt að hagsmunir
manna rekist ekki á. Réttarríkið krefst þess einnig að samskipti manna innbyrð-
is og samskipti þeirra við rfkisvaldið fari eftir reglum. Hægt er að færa frekari
rök fyrir notkun reglna, einkum með hliðsjón af hlutverki stjómvalda:
a. Einsleitni. Reglur taka til háttsemi manna á grundvelli efnislýsingar
sinnar sem að jafnaði er almenn og ekki bundin við tiltekin atvik.
Þessi eiginleiki reglna hefur þá þýðingu að ákvarðanir á grundvelli
reglna verða sama efnis óháð því hvaða stjórnvaldshafi tekur ákvörð-
un og hvaða einstaklingur á í hlut. Ef tryggja á einsleita stjómsýslu-
framkvæmd geta reglur augljóslega þjónað því markmiði.
120