Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 59
A VIÐ OG DREIF FRÁ LÖGFRÆÐINGAFÉLAGI ÍSLANDS AÐALFUNDUR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 2000 Aðalfundur Lögfræðingafélags Islands var haldinn þriðjudaginn 31. október árið 2000 á Grand Hótel Reykjavík. Formaður félagsins, Ragnhildur Arnljótsdóttir, bauð gesti velkomna og að því loknu tók Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari við fundarstjórn. Gengið var til áður auglýstrar dagskrár: 1. Ragnhildur Arnljótsdóttir, formaður félagsins, kynnti skýrslu stjórnar fyrir nýliðið starfsár og opnaði að því loknu formlega heimasíðu félagsins. 2. Lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar Lögfræðingafélags íslands frá 1. október 1999 til 30. september 2000 og Tímarits lögfræðinga fyrir árið 1999. Helgi I. Jónsson, gjaldkeri félagsins, kynnti reikninga félagsins og Steinunn Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, kynnti reikninga þess. Fundarstjóri bar síðan reikningana upp til samþykktar ásamt skýrslu stjómar og voru þeir einróma samþykktir. 3. Þá fór fram kosning stjómar og varastjórnar. Niðurstöður hennar voru þær að Ragnhildur Arnljótsdóttir skrifstofustjóri var kjörin formaður félagsins og Kristján Gunnar Valdimarsson forstöðumaður var kjörinn varaformaður. Meðstjómendur voru kjörin Benedikt Bogason skrifstofustjóri, Helgi I. Jónsson héraðsdómari, Jóhann Benediktsson sýslumaður, Páll A. Pálsson hrl. og Steinunn Guðbjartsdóttir hdl. í varastjóm voru kjörnir Arnljótur Björnsson hæstaréttardómari, Eiríkur Tómasson prófessor, Hallvarður Ein- varðsson hrl., Hrafn Bragason hæstaréttardómari, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Stefán Már Stefánsson prófessor og Þór Vilhjálmsson, dómari við EFTA-dómstólinn. 4. Endurskoðendur voru kjörin þau Helgi V. Jónsson hrl. og Kristín Briem hrl. Til vara voru kjömir Allan V. Magnússon héraðsdómari og Skúli Guð- mundsson skrifstofustjóri. 5. Árgjald félagsins var ákveðið óbreytt kr. 3000. Að lokum þakkaði nýkjörinn formaður félagsins það traust sem henni og öðrum stjórnarmönnum hafði verið sýnt. Aðalfundi var síðan slitið og hófst þá fræðafundur Lögfræðingafélags íslands. Efni fundarins var „Nýjungar í námi við lagadeild - starfsemi Holl- vinafélags lagadeildar“. Frummælendur voru Kolbrún Linda ísleifsdóttir, kennslustjóri lagadeildar, og Halldór Jónatansson, formaður stjórnar Hollvinafélags lagadeildar Háskóla Islands. Gestir fundarins voru 20. Brynhildur Flóvenz 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.