Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Side 60

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Side 60
SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 2000 (Ekki er birtur sá kafli skýrslunnar þar sem sagt er frá aðalfundi félagsins 1999, enfrásögn af fundinum birtist í 4. hefti tímaritsins 1999. Skýrslan, sem lögð var fram á aðalfundi félagsins 31. október 2000, er birt í heild að öðru leyti.) 1. Inngangur A fyrsta fundi nýkjörinnar stjómar skipti stjómin þannig með sér verkum: Helgi I. Jónsson gjaldkeri, Steinunn Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri Tíma- rits lögfræðinga, Jóhann R. Benediktsson ritari, Benedikt Bogason meðstjóm- andi og Páll Arnór Pálsson meðstjómandi. A starfsárinu hafa verið haldnir 11 stjórnarfundir auk þess sem stjórnarmenn hafa ntilli funda sinnt ýmsum málefnum félagsins. Kristján Gunnar Valdintars- son var formaður málþingsnefndar, en með honum í nefndinni voru Benedikt Bogason og Páll Amór Pálsson. Kristján Gunnar Valdimarsson hefur jafnframt setið sem fulltrúi lögfræðingafélagsins í sameiginlegri fræðslunefnd lögfræð- ingafélagsins, lögmannafélagsins og dómarafélagsins þar sem skipulögð hafa verið námskeið fyrir lögfræðinga í samstarfi við Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands. Benedikt Bogason og Jóhann R. Benediktsson hafa ásamt framkvæmdastjóra félagsins unnið að undirbúningi fyrirhugaðrar fræðaferðar til Moskvu og aðrir stjórnarmenn hafa sinnt þeim störfum sem þeim voru falin á fyrsta stjórnarfundi. Öll framkvæmd verkefna hefur hvílt á herðum fram- kvæmdastjóra félagsins Brynhildar Flóvenz. Félagsmenn í Lögfræðingafélagi Islands em nú um 960 talsins. 2. Skrifstofa og framkvæntdastjórn Engar breytingar voru gerðar á skrifstofuaðstöðu eða framkvæmdastjórn félagsins á liðnu starfsári. Skrifstofa félagsins er að Alftamýri 9, Reykjavík og leigir félagið húsnæðið af Lögmannafélagi Islands. Þá hefur félagið einnig aðgang að Ijósritunarvél og öðrum tækjum lögmannafélagsins. Lögfræðingafé- lagið hefur starfsmann í hlutastarfi til að sjá um hin ýmsu framkvæmdaatriði auk þess sem einn stjómarmaður er framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga. Á starfssviði framkvæmdastjóra félagsins er m.a. umsjón með útgáfu fréttabréfs félagsins, umsjón með innheimtu félagsgjalda og áskriftargjalda Tímarits lög- fræðinga, auglýsingasöfnun o.m.fl. Framkvæmdastjóri félagsins er á skrifstofu félagsins einn morgun í viku. Brynhildur Flóvenz lögfræðingur hefur verið framkvæmdastjóri frá ársbyrjun 1995 og er henni þakkað samstarfið á árinu. Á starfsárinu hefur verið unnið að því að taka tölvutækni í auknum mæli í notkun í þágu félagsmanna. Byggður hefur verið upp útsendingarlisti með tölvupóstföngum félagsmanna þannig að unnt sé að minna á fræðafundi og ann- að sem á döfinni er hverju sinni eftir þeirri hentugu samskiptaleið. Jafnframt hefur verið unnið að uppbyggingu heimasíðu lögfræðingafélagsins undanfarin 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.