Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 61
misseri. Áður hafa greinar í Tímariti lögfræðinga verið flokkaðar og settar á netið þannig að unnt sé að leita eftir greinum sem birst hafa í tímaritinu eftir efnisflokkum. 3. Fræðafundir og málþing Starfsemi lögfræðingafélagsins hefur á árinu verið með hefðbundnu sniði. Þannig hefur félagið haldið fræðafundi að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetr- artímann, auk þess sem árlegt málþing félagsins var haldið þann 6. október sl. Fræðafundir hafa ýmist verið haldnir sem morgunverðarfundir, hádegisfundir eða kvöldfundir og málþing félagsins hafa nú undanfarin tvö ár verið haldin frá hádegi á föstudögum en ekki heilan laugardag eins og tíðkaðist áður. Málþing- in hafa verið afar vel sótt undanfarin ár þannig að félagsmönnum virðist líka sú breyting vel. Þann 16. október 1999, þegar að loknum aðalfundi, var haldinn fyrsti fræða- fundur á starfsárinu. Gestur fundarins var Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkju- málaráðherra, og gerði hún grein fyrir störfum sínum og stefnumálum og laga- frumvörpum sem verið var að vinna að í dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Á fundinn mættu um 25 manns. Þann 24. nóvember 1999 kl. 20.30 var haldinn á Hótel Sögu fundur um lög- mannalögin og ágreining milli félagsmanna í kjölfar gildistöku nýrra lög- mannalaga. Frummælandi var Vala Valtýsdóttir héraðsdómslögmaður. Miklar umræður spunnust á fundinum, margir fundarmanna létu álit sitt í Ijós og sitt sýndist hverjum. Fundarmenn voru unr 35 talsins. Árlegur sameiginlegur jólahádegisverðarfundur lögfræðingafélagsins, lög- mannafélagsins og dómarafélagsins var haldinn á Hótel Loftleiðum þann 9. desember 1999. Gestur fundarins var Einar Benediktsson sendiherra og flutti hann ávarp þar sem víða var komið við. Fundargestir voru 106 að tölu. Þann 27. janúar 2000 var haldinn morgunverðarfundur á Hótel Sögu. Fyrir- lesari á fundinum var Ámi Harðarson héraðsdómslögmaður og fjallaði hann um svonefnda val- eða kaupréttarsamninga sem hafa á síðustu misserum mtt sér til rúms hér á landi. M.a. var fjallað um skattlagningu slíkra samninga annars veg- ar hér á landi og hins vegar á öðrunr Norðurlöndum, í Bandaríkjunum og á Bret- landi. Fundarmenn voru 62 talsins. Þann 9. mars 2000 kl. 20.30 var haldinn á Hótel Loftleiðum fundur undir yfirskriftinni „Stjómun fiskveiða og stjórnarskrá Islands“. Frummælendur voru Sigurður Líndal prófessor og Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður. Fundarmenn voru 45 að tölu. 129
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.