Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 75

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 75
ekki vitað hvor samningsaðila er kröfuhafi og hvor þeirra skuldari og er því talið eðlilegast að skattleggja samningana sem sjálfstæðar eignir.33 Við sérskattlagningu afleiðna sem sjálfstæðra eigna er hallkvæmast að virða báða meginþætti valréttarsamninga saman sem eina efnahagslega heild. Auð- veldar það mat á því hjá útgefanda og eiganda hvort það sem móttekið er sé verðmeira - eða minna - en það sem af hendi er látið. Samkvæmt því ber þess vegna að gera upp tekjur af valrétti samkvæmt hagnaðar- og tapskerfi. Láti eig- andi valrétt falla niður ónýttan leiðir það til þess að útgefanda hlotnast hagnaður af sölu valréttarins sem þóknuninni nemur en eigandi verður fyrir tapi af kaup- unum sem sömu þóknun nemur. Slík heildstæð virðing getur valdið því að nokkur tími kann að líða frá greiðslu þóknunar þar til hún er tímafærð og skatta- legar afleiðingar hennar koma fram. Fram til þess tíma ber eiganda því að eign- færa afleiðuna og útgefanda að skuldfæra hana. Þegar um ákvæðissamninga og framvirka samninga er að ræða eru það geng- isbreytingar á samningunum sem skipta aðalmáli. Ákvæðissamningum lýkur annaðhvort við afhendingu eða mismunargreiðslu eða með sérstakri lokunar- aðgerð sem felst í því að kaupandi kaupir eða selur sams konar verðmæti og hann seldi eða keypti. Lok samningsins við afhendingu eða lokunaraðgerð felur í sér að samningurinn er seldur (realisert). Við mat á skattskyldu tekna og frá- dráttarbæmi gjalda af ákvæðissamningum sýnist því réttast að fara eftir þeim reglum sem gilda um hagnað og tap. í því sambandi er ekki ástæða til að meta lokun ákvæðissamnings samkvæmt lokunaraðgerð öðruvísi en afhendingu. Bæði raunverulega og réttarlega felur lokunaraðgerð í sér samningslok - sölu - á þeim samningi sem er lokað. Við skiptasamninga er hins vegar umdeildara hvort skattleggja eigi aðila samkvæmt afraksturskerfi eða hagnaðarkerfi. Annaðhvort skiptast báðir aðilar á greiðslustraumum eða annar greiðir hinum mismun tveggja greiðslustrauma. Greiðslustraumar, sem inntir eru af hendi án sölu eignar, falla venjulega undir afraksturskerfi sem arður, leiga eða vextir. í eðli sínu er hins vegar um að ræða skipti á ákveðnum fjölda greiðslustrauma á fyrir fram ákveðnu tímabili. Getur verið um að ræða einn samning eða rammasamning sem inniheldur tvo eða fleiri skiptasamninga. Hvort heldur sem er sýnist réttast að líta svo á að um sé að ræða sölu (realisation). Teljist skiptasamningur einn samningur myndu ein- stök uppgjör því teljast hlutasala (delvis innfrielse) á honum en teljist hann rammasamningur, sem inniheldur tvo eða fleiri skiptasamninga, myndi uppgjör þeirra teljast full sala (full innfrielse) á hinum einstöku samningum. Bæði hlutasala og full sala teljast sala samkvæmt skattalögum og verður því að líta svo á að við skipti á greiðslustraumum samkvæmt skiptasamningum fari fram sala í skattalegum skilningi. 33 Sjá Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten 1, 3. útg., bls. 597, en þar segir: „En terminskontrakt m.v., der skal differenceafregnes, er ikke efter sin karakter en pengefordring, idet det f0rst pá opfyldelsestidspunktet er klart, hvem af parteme, der er fordringshaver, og hvem der er skyldner“. 223
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.