Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 3
Tímarit
löqfræðinqa
2. hefti • 53. árgangur
september 2003
SKIPUN DÓMARA
Lög um dómstóla, nr. 15/1998, kveða á um nokkuð mismunandi aðdraganda
skipunar héraðsdómara og hæstaréttardómara, auk þess sem forseti íslands
skipar hæstaréttardómara að tillögu dómsmálaráðherra, en dómsmálaráðherra
skipar héraðsdómara og þarf þar ekki til atbeina forsetans. Reglur um skipun
hæstaréttardómara hafa verið svipaðar frá 1935, en á reglum um skipun héraðs-
dómara varð sú mikilvæga breyting með aðskilnaðarlögunum, sem gildi tóku
1992, að komið var á fót nefnd til þess að meta hæfni þeirra sem sækja um
embætti héraðsdómara.
I 4. mgr. 4. gr. dómstólalaga segir m.a. um skipun hæstaréttardómara: „Áður
en skipað verður í dómaraembætti skal dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæsta-
réttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna því“.
I 3. mgr. 12. gr. dómstólalaga segir m.a.: „Dómsmálaráðherra skipar þrjá
menn í dómnefnd til þriggja ára í senn til að fjalla um hæfni umsækjenda um
embætti héraðsdómara. Skal einn nefndarmanna tilnefndur af Hæstarétti og er
hann formaður nefndarinnar. Tilnefnir Dómarafélag íslands annan mann í
nefndina úr röðum héraðsdómara en Lögmannafélag íslands þann þriðja úr hópi
starfandi lögmanna“.
I lögskýringargögnum sýnist ekki að finna neinar skýringar á því hvers
vegna löggjafinn hefur talið rétt að kveða á um mismunandi aðferðir við skipun
héraðsdómara og hæstaréttardómara. Dómarar í Hæstarétti meta þannig sjálfir
umsækjendur og geta því haft áhrif á hver verður skipaður þar dómari og má
með gildum rökum draga í efa að þetta fyrirkomulag sé alls kostar heppilegt.
Þegar um stöðu héraðsdómara er að ræða er það stjómsýslunefndar, sem ætti að
vera jafn óhlutdræg og stjómsýslunefndir geta orðið, að meta hæfni umsækj-
enda. Þannig er það ekki á valdi dómarahópsins, sé um að ræða héraðsdóm þar
111