Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 94
úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði yfir
veiðiheimildunum væri niðurstaðan ótvírætt sú að um beinan eignarrétt væri að
ræða. Spumingin er hvernig skilja beri umræddan fyrirvara. Það er mat þeirra
fræðimanna, sem áður hefur verið vísað til, að skilja beri hugtakið eignarrétt í
greininni með sama hætti og í 72. gr. stjómarskrárinnar, þ.e. með rúmum hætti.
Þessi niðurstaða hefur það í för með sér að ríkisvaldið getur gert svo til hvaða
breytingar sem er á kvótakerfinu án þess að bótaskylda stofnist, einungis verður
að taka tillit til atvinnuréttar þeirra sem fyrir em. Ef gengið er út frá þessu geta
æði sérkennilegar aðstæður komið upp. Tökum sem dæmi að ákvörðun yrði
tekin um að færa allar veiðiheimildir í hendur nýjum aðilum. Slíkt myndi leiða
til bótaskyldu fyrir ríkið þar sem jafnræðis væri ekki gætt og atvinnuréttur
þeirra sem nú fara með veiðiheimildimar væri ekki virtur. Þeir aðilar, sem leigja
kvóta til að stunda fiskveiðar, fengju þó ekki neinar bætur þótt þeir sannanlega
myndu missa atvinnu sína. Hins vegar myndu þeir kvótaeigendur, sem höfðu
þann starfa að leigja þeim kvótann, fá bætur, m.ö.o. heimild kvótaeigandans til
að leigja kvóta nýtur verndar stjómarskrárinnar sem atvinnuréttindi. Þetta dæmi
ætti að sýna hversu ófullnægjandi og órökrétt það er að skilgreina rétt þeirra
sem fá úthlutað veiðiheimildum eingöngu sem atvinnuréttindi.
Eg tel verulega vafasamt að túlka hugtakið „eignarrétt“ í 3. málsl. 1. gr. laga
um stjórn fiskveiða með þeim rúma hætti sem það er notað í 72. gr. stjómar-
skrárinnar. Ymis rök styðja þessa ályktun. I fyrsta lagi myndi slík túlkun leiða
til óeðlilegrar niðurstöðu sé litið til orðalags ákvæðisins sem og samræmis þess
við önnur ákvæði laganna. Niðurstaðan er óeðlileg þar sem orðalag ákvæðisins
gefur ekkert tilefni til slíkrar túlkunar, þvert á móti er augljóst að ákvæðið er
íþyngjandi fyrir handhafa veiðiheimildanna, en gera verður kröfu um að slík
íþyngjandi ákvæði og ákvæði sem takmarka eignarrétt séu skýr en lúti ella
þrengjandi lögskýringu. Niðurstaðan er jafnframt óeðlileg í þeim skilningi að
hún er í algerri andstöðu við önnur ákvæði laganna sem veita handhöfum veiði-
heimilda tiltekin umráð, eignarréttarlegs eðlis. I öðru lagi myndi slík túlkun
leiða til ósanngjarnrar niðurstöðu fyrir handhafa veiðiheimildanna þar sem hún
felur í sér að löggjafinn getur, að teknu tilliti til atvinnuréttar manna, skert
veiðiheimildir fyrirvaralaust án tillits til aðstæðna eða væntinga þeirra sem
veiðiheimildimar hafa. Það væri t.d. berlega ósanngjamt ef unnt væri að svipta
útgerðarmann aflaheimildum í dag sem hann keypti í gær í góðri trú á gmnd-
velli framsalsheimilda í lögunum. í þriðja lagi myndi slík túlkun leiða til óhag-
kvæmrar niðurstöðu þar sem hún leiðir til óvissu og óöryggis í rekstri útgerða
sem er jafnframt í andstöðu við markmið laganna um að tryggja trausta atvinnu
og byggð í landinu.
Eðlilegast virðist og jafnframt í samræmi við almennar lögskýringarreglur
að skýra hugtakið „eignarrétt“ þröngt, þ.e. þannig að einungis sé átt við beinan
(ótakmarkaðan) eignarrétt. Eftir stendur þá að úthlutun veiðiheimilda getur
myndað takmörkuð eignarréttindi, t.d. afnotarétt. Hvert inntak þeirra réttinda er
nákvæmlega ræðst af öðrum ákvæðum laganna.
202