Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 42
3.2.6 Heimildir umboðsmanns til að binda skjólstæðing sinn og um heimild stjórnenda til að binda fyrirtæki, félög eða aðrar lögpersónur I f-lið er tekið fram að lögin eigi ekki við um álitamál sem upp kunna að koma um heimildir umboðsmanns til að binda skjólstæðing sinn og um heimild stjórnenda tii að binda fyrirtæki, félög eða aðrar lögpersónur. í ákvæði þessu felst að mál sem rísa kunna um heimildir umboðsmanna eða fyrirsvarsmanna að þessu leyti ber að leysa á grundvelli laga þess lands þar sem til slíks umboðs- sambands er stofnað, þ.m.t. lagaskilareglna þeirra sem kunna að eiga við.37 Af undantekningu þessari leiðir að leysa ber úr spurningunni um lagavalið í réttarsambandi umbjóðanda og þriðja manns á grundvelli íslensks réttar. Á hinn bóginn tekur undantekningin ekki til réttarsambands umboðsmanns og umbjóð- anda og réttarsambands þriðja manns og umboðsmanns. Gilda því lög nr. 43/2000 að því marki sem réttarsamband þessara aðila er af samningaréttarleg- um toga.38 3.2.7 Stofnun fjárvörslusjóða og mál sem varða lögskipti stofnanda, vörslumanns og rétthafa Samkvæmt g-lið falla utan gildissviðs laganna álitaefni sem varða stofnun fjárvörslusjóða (trust) eða mál sem varða lögskipti stofnanda (settlor), vörslu- manns (trustee) og rétthafa (beneficiaries). Skilgreining á fjárvörslusjóði miðast fyrst og fremst við enskan rétt þar sem slík stofnun hefur skýrt afmarkaða merk- ingu. Réttarsamband það sem felst í fjárvörslusjóði kemst á þegar stofnandi (settlor) felur einum eða fleiri einstaklingum (trustees) að stjóma fjármunum í þágu eins eða fleiri einstaklinga sem njóta eiga góðs af því (beneficiaries) eða til hagsbóta lögmætu markmiði, þannig að útborgun verðmætanna falli til þeirra sem njóta eiga góðs af þeim eða gangi til annarra markmiða sem ákveðin em í samþykktum fjárvörslusjóðsins.39 I greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000 segir að það verði hlutverk dómstóla að meta það hverju sinni hvort sjóður falli undir hugtakið tjárvörslu- sjóður samkvæmt lögunum, m.a. með samanburði við enskan rétt.40 Hér skal bent á að Giuliano og Lagarde taka sérstaklega fram að undantekningin taki til hugtaksins trust eins og það er skilgreint í þeim rrkjum sem fylgja engilsaxnesk- um rétti eða common law. Hafi enska orðið trust einmitt verið notað til þess að afmarka umfang undantekningarinnar. Á hinn bóginn falli svipaðar stofnanir 37 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 699. 38 Sjá nánar Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 13. Þeir taka fram að rökin fyrir undantekningunni séu þau að erfitt sé að beita meginreglunni um samningsfrelsi í þessum tilvikum. 39 Sjá t.d. Stein Rognlien: Luganokonvensjonen. Osló 1993, bls. 155. Sjá nánar um fjárvörslusjóði 1 alþjóðlegum einkamálarétti Cheshire & North: Private International Law, bls. 1030 o.áfr. 40 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 699. 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.