Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 77

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 77
10. GILDISSVIÐ LAGA PEIRRA SEM VIÐ EIGA 10.1 Atriði sem taka ber tillit til í 10. gr. er fjallað um gildissvið laga þess lands sem samningur vísar til samkvæmt 3.-6. gr. og 12. gr. Fram kemur í 1. mgr. 10. gr. að lögin skuli einkum taka til þessara atriða: a) túlkun samnings, b) efndir, c) afleiðingar vanefnda, þ.m.t. ákvörðun bóta að svo miklu leyti sem þær eru ákvarðaðar samkvæmt lagareglum, með þeim takmörkunum sem leiðir af réttarfarslögum um heimildir dómstóla, d) mismunandi lyktir samninga, tómlæti og fymingu og e) afleiðingar þess að samningur telst ógildur. Eins og orðalagið „einkum“ ber með sér er upptalningin ekki tæmandi. Ástæðan er sú að það er meginregla laga nr. 43/2000 að um öll samningaréttar- leg álitaefni, sem ekki em sérstaklega undanþegin lögunum, fer samkvæmt lögum þess lands sem gilda um samninginn. Af þessu leiðir m.a. að leysa skal úr álitaefnum um dráttarvexti og upphæð þeirra samkvæmt þeim lögum.185 10.1.1 Túlkun Samkvæmt a-lið 1. mgr. 10. gr. skulu þau lög sem gilda um samning einkum gilda um túlkun. Leggja verður til grundvallar að undir hugtakið túlkun falli bæði skýring og fylling samnings.186 Undir ákvæði þetta falla almennar túlkun- arreglur þeirra laga sem gilda um samninginn, t.d. túlkunarreglur um staðlaða samninga o.fl. I framkvæmd getur verið erfitt fyrir dómara að beita erlendum túlkunarreglum, þar sem túlkun samninga er að miklu leyti háð aðstæðum í við- komandi landi. Þannig kann að vera mikill munur á því hvemig íslenskir eða enskir dómstólar túlka samninga. 10.1.2 Efndir Af b-lið 1. mgr. 10. gr. leiðir að þau lög sem gilda um samning skulu einkum gilda um efndir hans. Hér er átt við það hvaða skuldbindingu skuli efna, hver skuli efna hana, gagnvart hverjum og hvar og hvenær inna skuli skuldbinding- una af hendi.187 Guiliano og Lagarde nefna sem dæmi þá aðgæslu sem sýna 185 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 250. Hann bendir á að úrlausn þess hvort álitaefni falli undir svið samningaréttar sé komið undir dómstólum einstakra landa en upptalning 1. mgr. 10. gr. Rómarsamningsins hafi þá þýðingu að þau atriði sem þar eru talin upp teljast ávallt á sviði samningaréttar. Sjáeinnig Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 528, sem bendir jafnframt á að dómstóll EB muni líklega leggja til gmndvallar sjálfstæða og rýmkandi skýr- ingu Rómarsamningsins þegar heimilt verður að skjóta málum til úrlausnar dómstólsins. 186 Sjá t.d. Ole Lando: Kontraktstatuttet. Danske og fremmede lovvalgsregler om kontrakter, bls. 261 o.áfr. Norrænir fræðimenn hafa almennt greint hugtakið túlkun í tvo þætti, þ.e. annars vegar skýringu (túlkun í þrengri merkingu) sem beinist að skilningi á tilteknum samningi og hins vegar fyllingu sem varðar ákvörðun þess hvaða réttaráhrif samningur eigi að hafa á grundvelli réttarreglna eða réttarheimilda. Sjá nánar Páll Sigurðsson: Samningaréttur. Reykjavík 1987, bls. 52-62. 187 Lennart Pálsson: Romkonventionen, bls. 99. 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.