Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 64
lögum heimalands neytanda, svo fremi sem þau veita honum betri rétt.131 Af þessu leiðir að íslenskur dómstóll gæti þurft að beita ófrávíkjanlegum reglum annars ríkis sem veita neytanda, sem býr í öðru landi, réttarvemd gagnvart íslenskum aðila, enda þótt samið hafi verið um beitingu íslensks réttar.132 Akvæði 4. mgr. 5. gr. takmarkar gildissvið 5. gr. Þar kemur fram að ákvæði grein- arinnar eigi ekki við um flutningasamninga (a-liður) eða þegai' neytandi kaupir þjón- ustu sem að öllu leyti á að láta í té í öðm landi en heimalandi hans (b-liður). Rökin fyrir íyrri undantekningunni um flutningasamninga byggist á því að reglur 5. gr. eigi illa við um slíka samninga og veiti þær reglur sem er að fínna í 4. mgr. 4. gr. næga vemd í þessum efnum.133 A það var bent að væri 5. gr. beitt um flutningasamninga leiddi það m.a. til þess að heimalandslög neytanda giltu um flugmiða sem keyptur væri hjá flug- félagi, en það væri ósanngjamt gagnvart félaginu. Auk þess gæti neytandi ekki með sanngimi gert ráð fyrir því að lög heimalands hans giltu um kaup á t.d. venjulegum lestar- eða flugmiðum, enda þótt kaupin væm gerð í heimalandi neytandans.134 Síðari undantekningin byggist á því að samningar af þessu tagi um þjónustu hafi í reynd lítil eða engin tengsl við heimaríki neytandans. Hér eru einkum hafðar í huga þær aðstæður þegar neytandi pantar gistingu á hóteli í öðru landi. Er lagt til grundvallar að reglan gildi þó svo að hótelið hafi verið auglýst í heimaríki neytandans.135 Talið er að við þessar aðstæður sé óeðlilegt að neytandi geti beitt fyrir sig lögum heimaríkis síns.136 7. VINNUSAMNINGAR 7.1 Almennt Á sviði vinnuréttar gætir ófrávíkjanlegra réttarreglna mjög til verndar laun- þegum sem almennt eru taldir veikari aðilar samningssambands. Regla 6. gr. tekur mið af þessum sjónarmiðum og setur frelsinu til að semja um lagaval í vinnusamningum skorður sem miða að því að vemda launþega.137 Bent skal á 131 Lennart Pálsson: „Utkast till EG-Konventionen om tillamplig lag pá kontraktsrattsliga förplikt- elser-Varderingfrán svensk synspunkt". NordTIR, 1980, bls. 163, tekur svo til orðaað ákvæðið veiti neytanda rétt til að „plocka russinen ur kakan“. Sjá einnig Michael Bogdan: „1980 árs EG-konven- tionen om tillámplig lag pá kontraktsrattsliga förpliktelser - Synspunkter betráffande den svenska in- stállningen“. TfR 1982, bls. 26. Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 231, bendir á það að þetta geti leitt til þess að fyrirtæki hafi ekki lagavalsákvæði í neytendasamningum, þannig að einungis fari um samninginn samkvæmt lögum heimalands neytandans. 132 Sjá til hliðsjónar Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 231. 133 Sjá t.d. Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 24; Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 231 og Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 704. 134 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 24. 135 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 24. Sjá UfR 1988 626 0LD. 136 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 704. 137 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 704. í Danmörku er talið að þessar reglur séu 1 góðu sam- ræmi við þau sjónarmið sem lögð hafa verið til grundvallar í dönskum rétti. Sjá t.d. Allan Philip: Dansk intemational privat- og procesret, bls. 343 o.áfr. og Ole Lando: Kontraktstatuttet. Danske og fremmede lovvalgsregler om kontrakter, bls. 363 o.áfr. 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.