Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 60
lög um lagaskil á sviði samningaréttar og Rómarsamninginn og þjónar best hags-
munum samningsaðila.
I enskum dómi, fíank of Baroda gegn Vysya Bank114, var deilt um banka-
ábyrgð (letter of credit). Dómurinn er dæmi um önnur viðhorf sem virðast gilda
í enskum rétti um beitingu 5. mgr. 4. gr. Rómarsamningsins.
Málið varðaði nokkra samninga milli mismunandi aðila. Málavextir, að því leyti sem
hér skiptir máli, voru þeir að indverskur kaupandi fór þess að leit við indverskan
banka (Vysya Bank) að hann gæfi út bankaábyrgð til handa seljanda, írsku fyrirtæki
með starfstöð í Lundúnum. Bankaábyrgðina skyldi gefa út til handa seljanda fyrir
milligöngu annars banka, Bank of Baroda í Lundúnum, sem gæfi samþykki sitt fyrir
ábyrgðinni. Agreiningur varð milli útgáfubankans í Indlandi (Vysya Bank) og
samþykkisbankans í Lundúnum (Bank of Baroda). Dómurinn taldi rétt að beita sömu
lögum um alla samningana í hinum mismunandi réttarsamböndum sem til úrlausnar
voru. Að öðrum kosti gæti niðurstaðan orðið sú að beita ætti mismunandi lögum, allt
eftir því gegn hvorum bankanum handhafi bankaábyrgðarinnar beindi kröfu sinni.
Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. Rómarsamningsins giltu ensk lög um samninginn milli
handhafa bankaábyrgðar og stefnandans í málinu, samþykkisbankans, en indversk
lög um samninginn milli handhafa bankaábyrgðar og stefnda, útgáfubankans. Ekki
væri hægt að una við slrka niðurstöðu þar sem hún fæli í sér „wholly undesirable
multiplicity of potentially conflicting laws“. Niðurstaðan varð því sú að beita skyldi
5. mgr. 4. gr. við ákvörðun á því hvaða lög giltu um samninginn milli handhafa
bankaábyrgðar og útgáfubankans þannig að beita skyldi sömu lögunum um alla
samningana í þessu fjölþætta réttarsambandi, þ.e. enskum lögum.115
Af niðurstöðu dómsins má ráða að önnur sjónarmið eigi við um mat á því
hvenær horfa beri fram hjá leiðbeiningarreglunum með stoð í 5. mgr. 4. gr. en
lögð voru til grundvallar í hollenska dóminum. Hér lítur dómurinn svo á að ekki
beri að hafa hliðsjón af leiðbeiningarreglunum telji dómurinn ekki henta að beita
þeim í því tilviki sem um ræðir.116
6. NEYTENDASAMNINGAR
6.1 Almennt
Þeirrar þróunar hefur gætt í lögum margra Evrópuríkja að veita neytendum
sérstaka réttarvemd með ófrávíkjanlegum reglum. Hinu sama gegnir um alþjóð-
legan samningarétt en þar er algengt að setja lagaskilareglur sem hafa þann
114 Sjá [1994] 2 Lloyd's Rep. 87.
115 Sjá nánari umfjöllun um dóminn T.H.D. Struycken: „Some Dutch Judicial Reflections of the
Rome Convention, Art. 4(5)“. bls. 22-23; C.G.J. Morse: „Letters of credit and the Rome Conven-
tion“. Lloyd's Maritime and Commercial Law Quarterly, 1994, bls. 560 o.áfr. og Cheshire &
North: Private International Law, bls. 574.
116 1 öðrum enskum dómi Crédit Lyonnais gegn New Hampshire Insurance Co [1997] 2 Lloyd's
Rep., var tekið svo til orða að ákvæði 5. mgr. 4. gr. „formally makes the presumption very weak“,
en segja má að þetta sé afstaða ensks rétlar til reglunnar.
168