Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 96

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 96
5. HEIMILDIR LÖGGJAFANS TIL BREYTINGA - UPPSÖGN AFNOTARÉTTARINS Samkvæmt framansögðu má telja það verulegum takmörkunum bundið hvaða breytingar löggjafinn geti gert án þess að bótaskylda stofnist. Ætla verður þó að fyrirvari 3. málsl. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða tryggi svigrúm löggjaf- ans til breytinga að nokkru. Hér er vísað til þeirra orða að „úthlutun veiði- heimilda“ samkvæmt lögunum myndi ekki „óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim“. Tilvitnuð orð verða ekki skilin með öðrum hætti en þeim að löggjafanum sé heimilt að afturkalla veiðiheimildirnar, eða með öðrum orðum að segja afnotaréttinum upp. Ekki er eins ljóst hvort í þessu felist að löggjafinn geti gert það bótalaust. Það má halda því fram að í þessu felist ekki annað en staðfesting á heimild- um löggjafans til að taka réttindi manna eignamámi og þá að sjálfsögðu gegn greiðslu eignarnámsbóta. Ýmislegt mælir þó gegn slíkri túlkun. í fyrsta lagi hefði hún í för með sér að ákvæðið hefði enga sjálfstæða merkingu en almennt verður að ganga út frá því að lagaákvæði hafi slrka merkingu. í öðm lagi benda lögskýringargögn eindregið til þess að tilgangur ákvæðisins hafi einmitt verið sá að tryggja löggjafanum heimild til að afturkalla veiðiheimildirnar bótalaust.8 I þriðja lagi er heimild til eignarnáms bundin ströngum skilyrðum, m.a. um almenningsþörf, en ekki virðist gert ráð fyrir að slík skilyrði þurfi til hér. í fjórða lagi má segja að slík túlkun kollvarpi eða geri að minnsta kosti óþarfa þá röksemdafærslu sem hér hefur verið sett fram um að einungis sé átt við beinan (ótakmarkaðan) eignarrétt í fyrirvaranum en ekki takmörkuð eignarréttindi, þar sem slík aðgreining er augljóslega merkingarlaus ef hún leiðir aðeins til breytinga á heiti réttindanna en ekki inntaki þeirra. Þannig má scgja að röklegar forsendur krefjist þess að túlkuninni sé hafnað því ella er niðurstaða röksemda- færslunnar sú að fyrirvarinn sé marklaus í heild sinni þar sem hann hindrar hvorki myndun eignarréttar né veitir rétt til innköllunar veiðiheimilda án bóta sem er að sjálfsögðu í algeru ósamræmi við orðalag ákvæðisins og lögskýring- argögn. Ætla verður að í orðum fyrirvarans um að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim felist að löggjafanum sé fært að segja réttinum upp, án þess að baka sér bótaskyldu, enda tryggi hann handhöfum afnotaréttarins um leið afnot veiðiheimildanna um tiltekinn tíma endurgjaldslaust (uppsagnarfrestur). Krafa um uppsagnarfrest byggist á því að hér er um takmörkuð eignarréttindi að ræða sem njóta vemdar stjómarskrárinn- ar. Hversu víðtæk sú vemd er hlýtur að ráðast af eðlilegum væntingum þeirra sem afnotaréttinn hafa. Gera verður ráð fyrir því að væntingar þeirra séu nokkrar enda byggja þeir rétt sinn á ótímabundnum lögum, á móti hlýtur aftur- köllunarréttur eða uppsagnarréttur löggjafans að draga úr væntingum. Við mat 8 Alþt. 1989-1990 A, þskj. 1109, bls. 4721. 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.