Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 45
4.1.2 Samningur um lagaval
í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. kemur fram að aðilar geti ýmist samið um lagaval
berum orðum í samningi eða það verði eftir atvikum talið felast í samningnum
með vissu eða með öðrum atvikum sem samningsgerðinni tengjast. Af þessu
leiðir að aðilar geta samið berum orðum um lagaval eða að þegjandi samkomu-
lag verði talið um lagaval. Um fyrra tilvikið skal þess getið að helst virðist koma
til greina að víkja frá því sem berum orðum segir í samningi ef gild rök eru til
þess að ætla að um hrein mistök eða pennaglöp hafi verið að ræða.52
Síðara tilvikið, þegjandi samkomulag um lagaval, veitir aftur á móti svigrúm
til túlkunar. Samkvæmt því er ekki nauðsynlegt að aðilar taki afstöðu til lagavals
berum orðum í samningi sínum heldur nægir að það verði af honum ráðið án
skynsamlegs vafa eða af öðrum atvikum.53 Við úrlausn þess hvort aðilar hafi
þegjandi samið um lagaval verður dómstóll að styðjast við tiltekin atvik sem
geta gefið vísbendingu um það hvers lands lögum skuli beita. Því er talið
óheimilt að leggja til grundvallar ímyndaðan vilja samningsaðilanna.54 Meta
verður sjálfstætt í hverju tilviki fyrir sig hvort aðilar hafi samið um lagaval en
ýmis atvik eru talin geta veitt vísbendingu um það. I fyrsta lagi má sem dæmi
nefna vamarþingssamning þess efnis að mál skuli reka fyrir dómstóli tiltekins
ríkis, í öðm lagi samninga milli aðila svipaðs efnis þar sem afstaða hefur verið
tekin til lagavals og í þriðja lagi rammasamninga um viðskipti aðila sem geyma
ákvæði um lagaval þótt þau sé ekki að finna í þeim tiltekna samningi sem
ágreiningur hefur risið út af.55 Sjá til hliðsjónar H 1983 1599.
4.1.3 Umfang samningsfrelsis
í 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. er sérstaklega tekið fram að samningsaðilar geti sam-
ið um að tiltekin lög skuli gilda um samninginn í heild eða að hluta. Þannig er
hugsanlegt að reglur eins lands eigi við um tiltekinn hluta samningsins en reglur
annars lands um aðra hluta hans.56 Hafi aðilar samið um að tiltekin lög skuli
gilda um hluta samningsins verður að beita 4. gr. laga nr. 43/2000 við úrlausn
að ekkert í undirbúningsgögnum Rómarsamningsins bendi til þess að eitthvað sé þessu til fyrir-
stöðu. Allan Philip: EU-IP, bls. 136. Hann telur að það sé tæplega nokkuð sem girði fyrir þetta, t.d.
í samningi fyrirtækis og einstaks ríkis eða ríkisstofnunar, en slík ákvæði séu þó að jafnaði einungis
í samningum sem mæla fyrir um að úr ágreiningi aðila skuli skorið fyrir gerðardómi.
52 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 700.
53 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 700.
54 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 17 og Peter Arnt Nielsen: Intemational
privat- og procesret, bls. 499.
55 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 700. Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret,
bls. 499, nefnir sem dæmi staðlaðan samning sem hefur sterk tengsl við tiltekið réttarkerfi, t.d. gæti
ábyrgðarskírteini um sjóvátryggingu frá Lloyd's verið talið leiða til þess að aðilar hafi gert þegjandi
samkomulag um að beita skuli enskum rétti um samning. Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ
1980 C 282, bls. 16, nefna sem dæmi að tilvísanir til tiltekinna lagaákvæða í landsrétti verði taldar
leiða til þess að beita skuli lögum þess ríkis um samninginn.
56 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 700.
153