Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 17
H 1985 1516
H o.fl. seldu V nokkrum fasteign að Miðbraut 32, Seltjarnamesi, fyrir kr. 1.000.000
í marz 1982. Greiddi V kr. 100.000 en vanefndi síðari greiðslur. Hann gerði fljótlega
makaskiptasamning við T, en samkvæmt þeim samningi skyldi hinn síðarnefndi fá
fasteignina afhenta en láta V í staðinn fá íbúð í fjöleignarhúsi við Furugrund 70,
Kópavogi, sem T hafði átt. Vegna vanefnda V riftu H o.fl. kaupsamningi í júlí 1982.
Þau óskuðu í framhaldi af því útburðar en var hafnað og reyndu þá að innheimta
kaupverðið hjá V. Þegar það tókst ekki voru knúin fram gjaldþrotaskipti á búi V og
lýstu þau kröfu í þrotabúið um riftun samningsins. Réttmæti riftunarinnar var
nrótmælt af hálfu þrotabúsins og einnig af hálfu T senr hafði verulegra hagsmuna að
gæta. í máli, sem rekið var milli H o.fl. annars vegar og T og þrotabúsins hins vegar,
var deilt um réttmæti riftunarinnar. Var af hálfu Hæstaréttar fallizt á að riftun hafi
verið réttmæt. I forsendum dóms Hæstaréttar (meiri hluta) sagði m.a. að það stæði
eftir íslenzkum rétti því ekki í vegi að riftun væri „heimiluð af dómstólum“ þótt rétt
kynni að vera að H o.fl. hefðu til þessa gert ófullnægjandi boð um skil af sinni hálfu.
H 1987 338
Mál þetta varðar lausafjárkaup, þ.e. kaup K á heildverzlun af J. Hluti hins selda var
vörulager og réttur til innflutnings og dreifingar á snyrtivörum undir þekktu vöru-
merki. Kaupverðið var greitt af hálfu J með afhendingu 70 skuldabréfa sem hvert um
sig var að fjárhæð kr. 50.000. K taldi að J hefði vanefnt kaupsamninginn verulega
með því að réttur til innflutnings og dreifingar á snyrtivörunum gat ekki fylgt, auk
þess sem vörulagerinn hafi verið mun torseljanlegri en upp var gefið við kaupin. K
lýsti yfir riftun á kaupunum, en því var andmælt af hálfu J. I dómi Hæstaréttar í
málinu var á það fallizt að heimilt hefði verið af hálfu K að rifta kaupunum. I
forsendum dómsins kemur fram að K hafði selt hluta af þeim vörum sem hún hafði
fengið afhentar og þess vegna gæti hún ekki skilað aftur öllu því sem hún hefði
fengið afhent frá J, en ekki kom fram hve mikill hluti það var. Þá segir einnig að J
hafi selt skuldabréf þau sem hún fékk frá K til greiðslu kaupverðsins. Þessi atriði
þóttu þó ekki standa því í vegi að „viðurkenningardómur gangi um heimild [K] til
riftunar, ef skilyrði hennar verða talin vera til staðar að öðru leyti“.
Á hinn bóginn má vísa til:
H 1969 241
í því máli voru atvik á þann veg að bátur var seldur í september 1964 ásamt nokkurri
veiðarfæraútgerð fyrir kr. 1.100.000. Báturinn hafði haffærisskírteini til ársloka
framangreinds árs, en skoðun hafði farið fram í júní það ár. í janúar 1965 var báturinn
tekinn í slipp og taldi þá kaupandi sig sjá maðk í ytri súð bátsins. Við skoðun síðar
kom í ljós að ytri súðin var orðin maðksmogin og ýmsir aðrir hlutar bátsins
skemmdir af fúa. Taldi kaupandi að báturinn væri ónothæfur og lýsti í febrúar 1965
yfir riftun. Seljandi andmælti því að forsendur riftunar væru fyrir hendi. í forsendum
dóms Hæstaréttar segir að ekki liggi fyrir viðhlítandi gögn um það hvort kaupandi
hafi þá verið fær um að skila því sem hann keypti svo á sig komnu sem það var er
hann uppgötvaði gallana. Ef hann væri ekki fær um að skila því sem hann keypti í
framangreindu ástandi þyrfti að liggja fyrir hver rýmunin væri á meðan þessir munir
voru í vörzlum hans, sbr. 57. og 58. gr. laga nr. 39/1922. Skorti matsgerð um þetta
125