Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 26
fram endurgreiðslu á neinu af því fé, sem hann veitti viðtöku upp í kaupverð, eða lúkningu viðskipta aðilja með öðrum hætti. Hann hefur ekki heldur boðið fram tryggingu fyrir því, að hann inni af hendi þær greiðslur til áfrýjanda, sem hann kann að eiga rétt á, ef útburðarkrafan nær fram að ganga“. Niðurstaða málsins er ekki í samræmi við þau sjónarmið sem rakin hafa verið og verður að telja óheppilegt að blanda væntanlegu uppgjöri málsaðilja saman við þá meginspumingu sem var undir í málinu, þ.e. hvort riftun hafi verið réttmæt og hvort seta kaupanda í húsnæðinu hafi verið honum óheimil. Um þetta viðhorf má vísa til H 1982 876. í H 1976 750 var deilt um útburð vegna riftunar á makaskiptasamningi. Þar er kröfu um útburð synjað með þeim rökum að deilt sé um hvort stefndi hafi vanefnt samninginn með þeim hætti að heimilt hafi verið að rifta honum. „Gögn málsins um þetta em eigi skýr og réttur áfrýjanda til riftunar eigi svo glöggur að útburðarkrafa hans sé tæk“. I hinum tilvitnuðu orðum kemur skýrt fram að réttur þess sem krefst útburðar þarf að vera skýr og hann þarf að leiða af þeim gögnum sem leggja má fram við þá takmörkuðu sönnunarfærslu sem heimiluð er samkvæmt 83. gr aðfararlaga. Þess ber að geta að í 79. gr. aðfararlaga er sérstaklega tekið fram að það tálmi ekki beinum aðfarargerðum að dómsmál sé rekið um ágreininginn. Ymis skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að unnt sé að fara þá leið sem hér er gerð að umtalsefni. Eru þau bæði efnisleg og réttarfarsleg. Hefur sumra þeirra verið getið, en um skilyrðin í heild verður að vísa til rita á sviði fullnustu- réttarfars.40 Ber þó að geta þess hér að það má ekki vera ómöguleiki á því að hægt sé að fullnægja kröfu þess sem biður um aðför. Vísast um það m.a. til H 1994 1421. 11. ÁHRIF AFSALSÚTGÁFU Á RÉTT SELJANDA TIL RIFTUNAR I 4. mgr. 51. gr. er kveðið á um að seljandi geti ekki rift hafi hann gefið út afsal til kaupanda, nema hann hafi sérstaklega áskilið sér það. Þetta hefur verið talin meginregla í íslenzkum rétti og er í samræmi við það eðli afsalsins að vera einhliða yfirlýsing seljanda um að kaupandi hafi fullnægt skyldum sínum samkvæmt kaupsamningi, þ.e. eins konar lokakvittun seljanda.41 12. RIFTUN VEGNA FYRIRSJÁANLEGRA VANEFNDA í VI. kafla fkpl. eru sameiginlegar reglur um fyrirsjáanlegar vanefndir o.fl. Skráðar reglur um fyrirsjáanlegar vanefndir og úrræði viðsemjanda vegna þeirra eru nýmæli í íslenzkum lögum, en ákvæði fkpl. um þetta eru í samræmi við ákvæði laga nr. 50/2000, um lausafjárkaup, um sama efni. 40 Sjá einkum rit Markúsar Sigurbjörnssonar: Aðfarargerðir, bls. 212-232. 41 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 184. 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.