Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 76
Ákvæði 3. mgr. 9. gr. snýr að þeirri stöðu þegar samningur er gerður fyrir til-
stilli umboðsmanns. Hér koma lög þess lands þar sem umboðsmaður gerir ráð-
stafanir sínar í stað laga þess lands þar sem aðili samnings er samkvæmt 1. og
2. mgr. 9. gr. Það er að sjálfsögðu forsenda fyrir beitingu reglunnar að umboðs-
maðurinn hafi heimild til þess að gera samning fyrir hönd umbjóðanda.180
Ákvæði 4. mgr. 9. gr. varðar ráðstafanir sem ætlað er að hafa réttaráhrif í
tengslum við gerðan samning eða fyrirhugaðan samning. Þær ráðstafanir sem
hér um ræðir geta t.d. verið uppsögn, kvörtun eða yfirlýsing um riftun samnings
eða samþykki.181 Um slíkar ráðstafanir fer samkvæmt sömu reglum og gilda um
sjálfan samninginn, þ.e. ráðstöfun er gild ef hún fullnægir fonnkröfum þeirra
laga sem gilda samkvæmt lögum nr. 43/2000 eða ættu við um samninginn ef
hann væri gildur eða þess lands þar sem ráðstöfun var gerð.
9.2.3 Neytendasamningar
í 5. mgr. 9. gr. er mælt svo fyrir að ákvæði 1 .-4. mgr. 9. gr. eigi ekki við um
neytendasamninga sem gerðir eru við þær aðstæður sem lýst er í 2. mgr. 5. gr.
Um formlegt gildi slíkra samninga fer eftir lögum þess lands þar sem neytandinn
býr. Almennt séð búa að baki þessari reglu sömu sjónarmið um neytendavemd
og að baki 5. gr.182 Rökin fyrir því að beita lögum þess lands þar sem neytandinn
býr um form samninga eru þau að náin tengsl eru með formreglum og efnisregl-
um á sviði neytendaréttar.183 Þó skal áréttað að 5. mgr. 9. gr. tekur einungis til
þeirra neytendasamninga sent um ræðir í 5. gr. Því taka ákvæði 1.-4. mgr. 9. gr.
að sjálfsögðu til allra annarra neytendasamninga.
9.2.4 Réttindi yfir fasteign
Ákvæði 6. mgr. 9. gr. geymir fyrirmæli um réttindi yfir fasteignum. Þar segir
að sé um að ræða samninga um réttindi yfir fasteign, þ.m.t. afnotaréttindi, skuli,
þrátt fyrir ákvæði 1.-4. mgr. 9. gr., gilda um slíka samninga ófrávíkjanlegar
formreglur laga þess lands þar sem fasteignin er ef þær reglur samkvæmt þeim
lögum gilda óháð því í hvaða landi samningurinn er gerður og óháð þeim lögum
sem annars gilda um samninginn. Gildissvið þessara reglna er hið sama og 3.
mgr. 4. gr. Með þessu er reglum þess lands þar sem fasteign er gert hærra undir
höfði en annarra ríkja, enda geri þær reglur ekki sjálfar ráð fyrir öðru.184 Af
þessari reglu leiðir m.a. að ákvæði 7. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup, sem
mælir fyrir um fonn samninga um fasteignakaup, gildir ætíð um samninga um
kaup á fasteignum hér á landi.
180 Lennart Pálsson: Romkonventionen, bls. 96.
181 Sjá t.d. Lennart Pálsson: Romkonventionen, bls. 96.
182 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 707.
183 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 31.
184 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 707.
184