Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 48
5. LÖG SEM GILDA ÞEGAR EKKI HEFUR VERIÐ SAMIÐ UM LAGAVAL 5.1 Meginregla Hafi aðilar ekki samið um hvers lands lögum beita skuli um samningssam- band þeirra gildir sú regla að beita skuli lögum þess lands sem samningurinn hefur sterkust tengsl við, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. Þetta er sama regla og talin var gilda í íslenskum alþjóðlegum einkamálarétti fram að setningu laga nr. 43/2000 eins og áður er getið. Svipuð regla var einnig lögð til grundvallar í flest- um ríkjum Evrópusambandsins fyrir gildistöku Rómarsamningsins. Að jafnaði er um lög eins lands að ræða en í 2. málsl. er sá möguleiki tiltækur, þegar af- markaður hluti samnings hefur nánari tengsl við annað land en það sem leiða myndi af 1. málsl. I. mgr. 4. gr., að beita lögum þess lands að því er varðar þann hluta samningsins.66 Við mat á því við hvers lands lög samningur hefur sterkust tengsl hefur verið tekið tillit til ýmissa atriða. Má þar nefna dvalarstað manns eða starfstöð fyrir- tækis, hvar samningur er gerður, hvar efna skuli samning og hvar dæmt er um samningssamband aðila.67 Þá hefur verið talið að ýmis önnur atriði geti haft þýðingu, t.d. tegund söluhlutar, hvar söluhlutur er staðsettur eða skráður. Einnig getur tungumál, sem samningur er skrifaður á, haft þýðingu, gjaldmiðill, vamar- þingsákvæði og tengsl við aðra samninga.68 Af E málsl. E mgr. 4. gr., sbr. E mgr. 3. gr„ hefur þó verið talið leiða að ekki sé unnt að leggja ímyndaðan vilja samningsaðila til grundvallar.69 A það hefur verið bent að mælikvarðinn við að ákvarða hvaða land samning- urinn hafi sterkust tengsl við sé matskenndur, eins konar stefnuyfirlýsing.70 Þau rök hafa verið færð gegn reglunni að hún taki ekki nægilegt tillit til þarfar á fyrirsjáanleika í alþjóðlegum einkamálarétti á sviði samningaréttar. Þá veiti regl- an dómstólum of rúma heimild til þess að meta sjálfstætt hvert sé heppilegasta lagavalið í viðkomandi máli. Einnig hefur verið bent á að hætt sé við að dóm- stólar beiti lögum dómstólsríkis við úrlausn mála, t.d. kunni þeir að telja það þægilegast eða lög dómstólsríkis standi framar lögum annarra ríkja eða sam- ræmist best nútímaviðhorfum. Sé unnt að staðreyna slíka tilhneigingu geti það leitt til kapphlaups um hagstætt varnarþing (forum shopping).71 A móti hafa þau rök verið færð fyrir reglunni að hún veiti dómstólum sveigjanleika við úrlausn mála, en það verði að telja helsta kost reglunnar. 66 Sjá úr danskri réttarframkvæmd Uf'R 1988 626 0LD. 67 Sjá úr danskri réttarframkvæmd UfR 1996 786 H og UfR 1996 937 H. 68 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 20 og Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 504. 69 Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret, bls. 504. 70 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 224. 71 Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 504. 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.