Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 27
Óvissa hefur verið um skilyrði heimilda til riftunar vegna fyrirsjáanlegra vanefnda þótt ekki hafi leikið vafi á að slík heintild hafi verið fyrir hendi, sbr. t.d. H 18. október 2001 í málinu nr. 106/2001: í því máli hafði V gert kauptilboð í fasteign í eigu tveggja einstaklinga, JJ. Kauptil- boðið var samþykkt 26. október 1999. Þrátt fyrir það átti enn eftir að kveða á um ýmsa skilmála kaupanna. Til þess kom þó ekki því að 1. febrúar 2000 lýstu JJ yfir riftun kaupsamningsins vegna vanefnda V. Hann mótmælti riftuninni með bréfi dags. 2. febrúar 2000. Hann höfðaði mál og krafðist þess að viðurkennt yrði að gildur kaupsamningur hefði stofnast. Talið var að JJ hefðu mátt líta svo á, er þau lýstu yfir riftun á kaupsamningnum, að V myndi ekki takast að efna skyldur sínar samkvæmt honum og því hefði riftun þeirra verið lögmæt. í 57. gr. fkpl. er beint ákvæði um heimild til að rifta vegna fyrirsjáanlegra vanefnda. Eru ekki gerðar aðrar kröfur en þær að sé fyrirséð að slíkar vanefndir verði á samningi að þær muni heimila riftun, þá sé riftun heimil þótt gjalddagi á greiðslum sé ekki kominn. Sá sem nýtir sér þennan rétt hefur sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði riftunar séu fyrir hendi. Er einsýnt að erfitt getur verið að færa fram slíka sönnun. Þess vegna getur verið a.m.k. skynsamlegt fyrir þann, sem óttast að viðsemjandi hans muni vanefna, að skora á hann að setja trygg- ingu fyrir efndum, sbr. 2. málsl. 57. gr. fkpl. Setji viðsemjandinn slíka tryggingu getur samningsaðili ekki rift þótt hann telji að vanefndir séu fyrirséðar, enda eru hagsmunir hans þá þegar tryggðir. 13. LOKAORÐ í þessari grein hefur verið fjallað um riftun og framkvæmd hennar sam- kvæmt reglum fkpl. Þótt haldið sé fast við þá meginreglu að vanefnd þurfi að vera veruleg til þess að heimila riftun eru nýmæli í lögunum sem leyst geta samningsaðilja undan því að þurfa að meta hvort vanefnd sé veruleg eða ekki. Hann á þess kost að setja þeim sem vanefnir hæfilegan viðbótarfrest til að efna og geri hann það ekki er riftun heimil, óháð því hvort vanefnd telst þá orðin veruleg eða ekki. Um framkvæmd riftunar gilda að mestu leyti sömu reglur og fyrr en þó eru nýmæli sem ætlað er að taka af skarið um að riftun sé heimil að uppfylltum tilteknum skilyrðum, þótt fasteign hafí rýmað, skemmzt eða farizt á meðan hún var á áhættu kaupanda. Einnig eru í lögunum reglur um riftun vegna fyrirsjáanlegra vanefnda, en þær reglur eru varla efnisleg nýmæli, og munu því væntanlega fyrst og fremst leiða til skýrari réttarstöðu en áður var. 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.