Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 76
Ákvæði 3. mgr. 9. gr. snýr að þeirri stöðu þegar samningur er gerður fyrir til- stilli umboðsmanns. Hér koma lög þess lands þar sem umboðsmaður gerir ráð- stafanir sínar í stað laga þess lands þar sem aðili samnings er samkvæmt 1. og 2. mgr. 9. gr. Það er að sjálfsögðu forsenda fyrir beitingu reglunnar að umboðs- maðurinn hafi heimild til þess að gera samning fyrir hönd umbjóðanda.180 Ákvæði 4. mgr. 9. gr. varðar ráðstafanir sem ætlað er að hafa réttaráhrif í tengslum við gerðan samning eða fyrirhugaðan samning. Þær ráðstafanir sem hér um ræðir geta t.d. verið uppsögn, kvörtun eða yfirlýsing um riftun samnings eða samþykki.181 Um slíkar ráðstafanir fer samkvæmt sömu reglum og gilda um sjálfan samninginn, þ.e. ráðstöfun er gild ef hún fullnægir fonnkröfum þeirra laga sem gilda samkvæmt lögum nr. 43/2000 eða ættu við um samninginn ef hann væri gildur eða þess lands þar sem ráðstöfun var gerð. 9.2.3 Neytendasamningar í 5. mgr. 9. gr. er mælt svo fyrir að ákvæði 1 .-4. mgr. 9. gr. eigi ekki við um neytendasamninga sem gerðir eru við þær aðstæður sem lýst er í 2. mgr. 5. gr. Um formlegt gildi slíkra samninga fer eftir lögum þess lands þar sem neytandinn býr. Almennt séð búa að baki þessari reglu sömu sjónarmið um neytendavemd og að baki 5. gr.182 Rökin fyrir því að beita lögum þess lands þar sem neytandinn býr um form samninga eru þau að náin tengsl eru með formreglum og efnisregl- um á sviði neytendaréttar.183 Þó skal áréttað að 5. mgr. 9. gr. tekur einungis til þeirra neytendasamninga sent um ræðir í 5. gr. Því taka ákvæði 1.-4. mgr. 9. gr. að sjálfsögðu til allra annarra neytendasamninga. 9.2.4 Réttindi yfir fasteign Ákvæði 6. mgr. 9. gr. geymir fyrirmæli um réttindi yfir fasteignum. Þar segir að sé um að ræða samninga um réttindi yfir fasteign, þ.m.t. afnotaréttindi, skuli, þrátt fyrir ákvæði 1.-4. mgr. 9. gr., gilda um slíka samninga ófrávíkjanlegar formreglur laga þess lands þar sem fasteignin er ef þær reglur samkvæmt þeim lögum gilda óháð því í hvaða landi samningurinn er gerður og óháð þeim lögum sem annars gilda um samninginn. Gildissvið þessara reglna er hið sama og 3. mgr. 4. gr. Með þessu er reglum þess lands þar sem fasteign er gert hærra undir höfði en annarra ríkja, enda geri þær reglur ekki sjálfar ráð fyrir öðru.184 Af þessari reglu leiðir m.a. að ákvæði 7. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup, sem mælir fyrir um fonn samninga um fasteignakaup, gildir ætíð um samninga um kaup á fasteignum hér á landi. 180 Lennart Pálsson: Romkonventionen, bls. 96. 181 Sjá t.d. Lennart Pálsson: Romkonventionen, bls. 96. 182 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 707. 183 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 31. 184 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 707. 184
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.