Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 45
4.1.2 Samningur um lagaval í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. kemur fram að aðilar geti ýmist samið um lagaval berum orðum í samningi eða það verði eftir atvikum talið felast í samningnum með vissu eða með öðrum atvikum sem samningsgerðinni tengjast. Af þessu leiðir að aðilar geta samið berum orðum um lagaval eða að þegjandi samkomu- lag verði talið um lagaval. Um fyrra tilvikið skal þess getið að helst virðist koma til greina að víkja frá því sem berum orðum segir í samningi ef gild rök eru til þess að ætla að um hrein mistök eða pennaglöp hafi verið að ræða.52 Síðara tilvikið, þegjandi samkomulag um lagaval, veitir aftur á móti svigrúm til túlkunar. Samkvæmt því er ekki nauðsynlegt að aðilar taki afstöðu til lagavals berum orðum í samningi sínum heldur nægir að það verði af honum ráðið án skynsamlegs vafa eða af öðrum atvikum.53 Við úrlausn þess hvort aðilar hafi þegjandi samið um lagaval verður dómstóll að styðjast við tiltekin atvik sem geta gefið vísbendingu um það hvers lands lögum skuli beita. Því er talið óheimilt að leggja til grundvallar ímyndaðan vilja samningsaðilanna.54 Meta verður sjálfstætt í hverju tilviki fyrir sig hvort aðilar hafi samið um lagaval en ýmis atvik eru talin geta veitt vísbendingu um það. I fyrsta lagi má sem dæmi nefna vamarþingssamning þess efnis að mál skuli reka fyrir dómstóli tiltekins ríkis, í öðm lagi samninga milli aðila svipaðs efnis þar sem afstaða hefur verið tekin til lagavals og í þriðja lagi rammasamninga um viðskipti aðila sem geyma ákvæði um lagaval þótt þau sé ekki að finna í þeim tiltekna samningi sem ágreiningur hefur risið út af.55 Sjá til hliðsjónar H 1983 1599. 4.1.3 Umfang samningsfrelsis í 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. er sérstaklega tekið fram að samningsaðilar geti sam- ið um að tiltekin lög skuli gilda um samninginn í heild eða að hluta. Þannig er hugsanlegt að reglur eins lands eigi við um tiltekinn hluta samningsins en reglur annars lands um aðra hluta hans.56 Hafi aðilar samið um að tiltekin lög skuli gilda um hluta samningsins verður að beita 4. gr. laga nr. 43/2000 við úrlausn að ekkert í undirbúningsgögnum Rómarsamningsins bendi til þess að eitthvað sé þessu til fyrir- stöðu. Allan Philip: EU-IP, bls. 136. Hann telur að það sé tæplega nokkuð sem girði fyrir þetta, t.d. í samningi fyrirtækis og einstaks ríkis eða ríkisstofnunar, en slík ákvæði séu þó að jafnaði einungis í samningum sem mæla fyrir um að úr ágreiningi aðila skuli skorið fyrir gerðardómi. 52 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 700. 53 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 700. 54 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 17 og Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 499. 55 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 700. Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret, bls. 499, nefnir sem dæmi staðlaðan samning sem hefur sterk tengsl við tiltekið réttarkerfi, t.d. gæti ábyrgðarskírteini um sjóvátryggingu frá Lloyd's verið talið leiða til þess að aðilar hafi gert þegjandi samkomulag um að beita skuli enskum rétti um samning. Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 16, nefna sem dæmi að tilvísanir til tiltekinna lagaákvæða í landsrétti verði taldar leiða til þess að beita skuli lögum þess ríkis um samninginn. 56 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 700. 153
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.